Teddi og Þorgerður Katrín þjáningarsystkini: Yrði eitt af kraftaverkum Jesú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 12:01 Phil Döhler þarf að eiga góðan leik í kvöld ætli FH ekki að fara í sumarfrí. Vísir/Hulda Margrét Útlitið er ekki allt of gott fyrir FH-inga í undanúrslitaeinvígi þeirra á móti ÍBV en þeir spila upp á líf eða dauða í kvöld. Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar ræddi einvígi FH og ÍBV í Handkastinu en þriðji leikur liðsins fer fram í Kaplakrika klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verða að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.30. Arnar Daði Arnarsson hringdi í Tedda Ponzu, sem var að klára ræktina, en var hann búinn að jafna sig eftir klúður FH í öðrum leiknum í Eyjum? FH var með átta marka forskot í seinni hálfleik en Eyjamenn átu það upp og unnu síðan í framlengingu. „Ég var að jafna mig. Ég var enn þá reiður í gær en ég var einmitt að ræða þetta við Þorgerði Katrínu í ræktinni í morgun og við vorum svona þjáningarsystkini með þetta allt saman. Hún sagðist vera búin að jafna sig en þetta er að koma,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Handkastinu. „Ég var lengi að jafna mig en þetta var rosalegt. Þetta var engum að kenna nema þeim sjálfum,“ sagði Theódór Ingi. Lestarslys í hægri endursýningu „Miðað við það hvernig þessi leikur var að þróast þá var ekkert sem benti til þess að það væri einhver endurkoma í kortunum hjá ÍBV. Að því sögðu þá er þetta ÍBV í Vestmannaeyjum. Um leið og þetta var komið niður í þrjú mörk þá var þetta eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu,“ sagði Theódór. „Þú vissir hvað var að fara að gerast en samt trúðir því ekki. Innst inni vissir þú nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það er eiginlega bara afrek hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður á svona stuttum tíma. Þeir lentu bara í þessari Eyjaþeytivindu sem maður hefur séð svo margoft áður og lent í sjálfur sem leikmaður. Það er hræðileg tilfinning þegar þú finnur að ÍBV er komið með blóð á tennurnar og stúkan með þeim. Menn verða bara litlir í sér,“ sagði Theódór sem er harður FH-ingur en hvernig lítur hann á stöðu FH sem er nú 2-0 undir og einu tapi frá sumarfríi. Yrði eitt af kraftaverkum Jesú „Það yrði eitt af kraftaverkum Jesú ef FH nær að snúa þessu við. Þetta er eiginlega sorglegt að staðan sé 2-0 fyrir ÍBV því mér finnst FH vera búið að ‚matcha' mjög vel við þetta ÍBV lið og betur en ég gerði ráð fyrir fyrir fram. Leikur eitt er lengi vel í járnum. Það er einhver þriggja, fjögurra mínútna kafli sem kveikir í leiknum fyrir FH þar og svo eru þeir miklu betri í þessum leik á sunnudaginn en ná að grýta þessu frá sér,“ sagði Theódór Ingi. Það má heyra frekari pælingar Theódórs um einvígið með því að hlusta á Handkastið hér fyrir neðan. Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Sjá meira
Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar ræddi einvígi FH og ÍBV í Handkastinu en þriðji leikur liðsins fer fram í Kaplakrika klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verða að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.30. Arnar Daði Arnarsson hringdi í Tedda Ponzu, sem var að klára ræktina, en var hann búinn að jafna sig eftir klúður FH í öðrum leiknum í Eyjum? FH var með átta marka forskot í seinni hálfleik en Eyjamenn átu það upp og unnu síðan í framlengingu. „Ég var að jafna mig. Ég var enn þá reiður í gær en ég var einmitt að ræða þetta við Þorgerði Katrínu í ræktinni í morgun og við vorum svona þjáningarsystkini með þetta allt saman. Hún sagðist vera búin að jafna sig en þetta er að koma,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Handkastinu. „Ég var lengi að jafna mig en þetta var rosalegt. Þetta var engum að kenna nema þeim sjálfum,“ sagði Theódór Ingi. Lestarslys í hægri endursýningu „Miðað við það hvernig þessi leikur var að þróast þá var ekkert sem benti til þess að það væri einhver endurkoma í kortunum hjá ÍBV. Að því sögðu þá er þetta ÍBV í Vestmannaeyjum. Um leið og þetta var komið niður í þrjú mörk þá var þetta eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu,“ sagði Theódór. „Þú vissir hvað var að fara að gerast en samt trúðir því ekki. Innst inni vissir þú nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það er eiginlega bara afrek hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður á svona stuttum tíma. Þeir lentu bara í þessari Eyjaþeytivindu sem maður hefur séð svo margoft áður og lent í sjálfur sem leikmaður. Það er hræðileg tilfinning þegar þú finnur að ÍBV er komið með blóð á tennurnar og stúkan með þeim. Menn verða bara litlir í sér,“ sagði Theódór sem er harður FH-ingur en hvernig lítur hann á stöðu FH sem er nú 2-0 undir og einu tapi frá sumarfríi. Yrði eitt af kraftaverkum Jesú „Það yrði eitt af kraftaverkum Jesú ef FH nær að snúa þessu við. Þetta er eiginlega sorglegt að staðan sé 2-0 fyrir ÍBV því mér finnst FH vera búið að ‚matcha' mjög vel við þetta ÍBV lið og betur en ég gerði ráð fyrir fyrir fram. Leikur eitt er lengi vel í járnum. Það er einhver þriggja, fjögurra mínútna kafli sem kveikir í leiknum fyrir FH þar og svo eru þeir miklu betri í þessum leik á sunnudaginn en ná að grýta þessu frá sér,“ sagði Theódór Ingi. Það má heyra frekari pælingar Theódórs um einvígið með því að hlusta á Handkastið hér fyrir neðan.
Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Sjá meira