Hvarflaði ekki að Simma Vill að áfengi væri í blóðinu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. maí 2023 13:01 Sigmar Vilhjálmsson var stoppaður í reglubundnu tékki lögreglunnar þegar hann mældist með áfengi í blóðinu. Simmi Vill Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, betur þekktur sem Simmi Vill, missti bílprófið á dögunum og mun því ferðast um á reiðhjóli þar til í lok ágúst. Simmi segir söguna hvernig kvöldið var þegar hann missti prófið í nýjasta þætti 70 mínútna. „Þetta er þannig, ég ætla ekki að segja að ég hafi talið þá, en þetta voru þrír til fimm bjórar á þriðjudagskvöldi heima hjá mér, og ég er að elda og fæ mér bjór yfir matnum, elda, borða og horfi á leikinn. Við erum að tala um lítinn dósabjór, ekkert mál, þannig var kvöldið . Ég er að fara að sofa rétt fyrir tólf,“ segir Simmi og heldur áfram: „Ég er ekki að réttlæta þetta, en ég er að segja að hugmyndirnar sem maður er með um það hvað maður er búinn að innbyrða mikið áfengi eru kannski svolítið skakkar. Ég vona að þeir sem eru að hlusta taki ekki ákvörðun um að keyra og ég er ekki að réttlæta þetta í eina mínútu, ég stórskammast mín,“ segir Simmi sem missti prófið í sex vikur. Að sögn Simma hafi hann fengið símtal frá Securitas um að öryggiskerfið hafi farið í gang í Minigarðinum í Skútuvogi, sem er í hans eigu. Simmi sem er búsettur í Mosfellsbæ og „græjaði þetta“ eftir að tveir aðrir svöruðu ekki. „Það einfaldlega hvarflaði ekki að mér að það væri áfengi í blóðinu á mér, ástandið var ekki þannig á mér,“ segir Simmi sem var stoppaður í reglubundinni athugunun lögreglunnar í Ártúnsbrekku og látinn blása þegar hann var á leiðinni aftur heim. Simmi segist hafa tekið fjölskyldufund í kjölfarið og rætt við drengina sína þrjá, sem eru á aldrinum þrettán til tuttugu ára. „Ég átta mig á því að ég var fjölmiðlamaður, ég er með Instagram, er með þetta podcast og maður er að troða sér frammi, þá þýðir að stundum er um þig fjallað. Þú er að gera eitthvað sem þú vilt að fólk tali um eða viti af en á móti koma líka fréttir sem þú vilt ekki endilega að komi,“ segir Simmi sem virðist ósáttur við umfjöllun fjölmiðla um málið. Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa misst prófið Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. 6. maí 2023 12:25 Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. 4. maí 2023 14:50 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
Simmi segir söguna hvernig kvöldið var þegar hann missti prófið í nýjasta þætti 70 mínútna. „Þetta er þannig, ég ætla ekki að segja að ég hafi talið þá, en þetta voru þrír til fimm bjórar á þriðjudagskvöldi heima hjá mér, og ég er að elda og fæ mér bjór yfir matnum, elda, borða og horfi á leikinn. Við erum að tala um lítinn dósabjór, ekkert mál, þannig var kvöldið . Ég er að fara að sofa rétt fyrir tólf,“ segir Simmi og heldur áfram: „Ég er ekki að réttlæta þetta, en ég er að segja að hugmyndirnar sem maður er með um það hvað maður er búinn að innbyrða mikið áfengi eru kannski svolítið skakkar. Ég vona að þeir sem eru að hlusta taki ekki ákvörðun um að keyra og ég er ekki að réttlæta þetta í eina mínútu, ég stórskammast mín,“ segir Simmi sem missti prófið í sex vikur. Að sögn Simma hafi hann fengið símtal frá Securitas um að öryggiskerfið hafi farið í gang í Minigarðinum í Skútuvogi, sem er í hans eigu. Simmi sem er búsettur í Mosfellsbæ og „græjaði þetta“ eftir að tveir aðrir svöruðu ekki. „Það einfaldlega hvarflaði ekki að mér að það væri áfengi í blóðinu á mér, ástandið var ekki þannig á mér,“ segir Simmi sem var stoppaður í reglubundinni athugunun lögreglunnar í Ártúnsbrekku og látinn blása þegar hann var á leiðinni aftur heim. Simmi segist hafa tekið fjölskyldufund í kjölfarið og rætt við drengina sína þrjá, sem eru á aldrinum þrettán til tuttugu ára. „Ég átta mig á því að ég var fjölmiðlamaður, ég er með Instagram, er með þetta podcast og maður er að troða sér frammi, þá þýðir að stundum er um þig fjallað. Þú er að gera eitthvað sem þú vilt að fólk tali um eða viti af en á móti koma líka fréttir sem þú vilt ekki endilega að komi,“ segir Simmi sem virðist ósáttur við umfjöllun fjölmiðla um málið.
Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa misst prófið Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. 6. maí 2023 12:25 Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. 4. maí 2023 14:50 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
Viðurkennir að hafa misst prófið Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. 6. maí 2023 12:25
Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. 4. maí 2023 14:50