Stór þáttur í að fá Aron heim en orðið „stutt í snörunni“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 15:35 Sigursteinn Arndal hefur stýrt FH síðustu fjögur ár. Vísir/Hulda Margrét Í nýjasta þætti Handkastsins veltu menn fyrir sér stöðu Sigursteins Arndal, þjálfara karlaliðs FH, eftir fjórða titlalausa tímabil liðsins undir hans stjórn. Ljóst sé að liðinu sé ætlað að vinna titla á næstu árum, með Aron Pálmarsson í broddi fylkingar. Sigursteinn hefur á síðustu fjórum árum náð góðum árangri í deildarkeppninni í Olís-deildinni, og þrívegis endað með liðið í 2. sæti. Hins vegar hefur liðið ekki verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum og aðeins einu sinni komist í undanúrslit úrslitakeppninnar, nú í ár þegar liðið tapaði einvíginu við ÍBV 3-0. „Auðvitað verður FH á mikið betri stað á næsta ári en er Steini Arndal maðurinn sem er að fara að landa þeim stóra fyrir FH á næsta ári?“ spurði Arnar Daði Arnarsson í Handkastinu, sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um Sigurstein og FH hefst eftir um hálftíma. „Það er ekki bara það að þeir hafi ekki verið að vinna titla – þeir hafa ekki verið nálægt því. Einu sinni í undanúrslit í bikar og einu sinni í undanúrslit í úrslitakeppninni. Og þeir töpuðu með tíu mörkum í þessum bikarleik og 3-0 í þessu undanúrslitaeinvígi,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem ásamt Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara Víkings, var gestur þáttarins. „Maður er aðeins búinn að hlera menn í Krikanum og það eru alveg skiptar skoðanir um það hvort að Steini sé maðurinn í þetta. FH er að fara í titlafasa núna. Þeir eru að fá Aron og Daníel Frey [Andrésson, landsliðsmarkvörð] heim. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2011, bikarmeistarar einu sinni frá þeim tíma, og núna á að satsa á titla næstu árin. Það á að safna eins mörgum titlum og hægt er, með Aron, Daníel og þá sem eru þarna fyrir. Árangurinn þarf að byrja strax,“ sagði Theódór og bætti við: „Á því að FH taki titil á næsta ári“ „Það er alveg eðlilegt að spyrja sig að því, horfandi á þau gögn sem eru fyrir framan okkur, hvort að Sigursteinn Arndal sé rétti maðurinn í það. Ég er ekki með svarið við þeirri spurningu og ég held að það skipti ekki máli því hann verður alltaf á næsta ári. Hann mun alltaf fá næsta ár og er stór faktor í því að Aron Pálmarsson kemur heim. Aron er stærsti prófíllinn í FH og hann vill pottþétt hafa Steina sem þjálfara á næsta ári, og þá verður hann þjálfari á næsta ári. En það er orðið stutt í snörunni og ef að hann nær ekki árangri á næsta ári þá kæmi mér á óvart ef hann héldi áfram eftir það.“ Jón Gunnlaugur kvaðst búast við að Sigursteinn næði að byggja ofan á góðan árangur í deildarkeppninni síðustu ár: „Deildarárangurinn er góður. Úrslitakeppnin hefur ekki gengið vel en ég er á því að hann sé að vinna gríðarlega góða vinnu þarna, og með tilkomu Arons og Danna held ég að þeir taki stórt skref. Ég er á því að FH taki titil á næsta ári.“ Olís-deild karla FH Handkastið Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Sigursteinn hefur á síðustu fjórum árum náð góðum árangri í deildarkeppninni í Olís-deildinni, og þrívegis endað með liðið í 2. sæti. Hins vegar hefur liðið ekki verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum og aðeins einu sinni komist í undanúrslit úrslitakeppninnar, nú í ár þegar liðið tapaði einvíginu við ÍBV 3-0. „Auðvitað verður FH á mikið betri stað á næsta ári en er Steini Arndal maðurinn sem er að fara að landa þeim stóra fyrir FH á næsta ári?“ spurði Arnar Daði Arnarsson í Handkastinu, sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um Sigurstein og FH hefst eftir um hálftíma. „Það er ekki bara það að þeir hafi ekki verið að vinna titla – þeir hafa ekki verið nálægt því. Einu sinni í undanúrslit í bikar og einu sinni í undanúrslit í úrslitakeppninni. Og þeir töpuðu með tíu mörkum í þessum bikarleik og 3-0 í þessu undanúrslitaeinvígi,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem ásamt Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara Víkings, var gestur þáttarins. „Maður er aðeins búinn að hlera menn í Krikanum og það eru alveg skiptar skoðanir um það hvort að Steini sé maðurinn í þetta. FH er að fara í titlafasa núna. Þeir eru að fá Aron og Daníel Frey [Andrésson, landsliðsmarkvörð] heim. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2011, bikarmeistarar einu sinni frá þeim tíma, og núna á að satsa á titla næstu árin. Það á að safna eins mörgum titlum og hægt er, með Aron, Daníel og þá sem eru þarna fyrir. Árangurinn þarf að byrja strax,“ sagði Theódór og bætti við: „Á því að FH taki titil á næsta ári“ „Það er alveg eðlilegt að spyrja sig að því, horfandi á þau gögn sem eru fyrir framan okkur, hvort að Sigursteinn Arndal sé rétti maðurinn í það. Ég er ekki með svarið við þeirri spurningu og ég held að það skipti ekki máli því hann verður alltaf á næsta ári. Hann mun alltaf fá næsta ár og er stór faktor í því að Aron Pálmarsson kemur heim. Aron er stærsti prófíllinn í FH og hann vill pottþétt hafa Steina sem þjálfara á næsta ári, og þá verður hann þjálfari á næsta ári. En það er orðið stutt í snörunni og ef að hann nær ekki árangri á næsta ári þá kæmi mér á óvart ef hann héldi áfram eftir það.“ Jón Gunnlaugur kvaðst búast við að Sigursteinn næði að byggja ofan á góðan árangur í deildarkeppninni síðustu ár: „Deildarárangurinn er góður. Úrslitakeppnin hefur ekki gengið vel en ég er á því að hann sé að vinna gríðarlega góða vinnu þarna, og með tilkomu Arons og Danna held ég að þeir taki stórt skref. Ég er á því að FH taki titil á næsta ári.“
Olís-deild karla FH Handkastið Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira