Næturgisting í kirkju í boði á Blönduósi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2023 08:00 Svíta hefur verið opnuð í kirkjunni. Aðsend Hótel Blönduós verður opnað með pompi og prakt eftir glænýjar endurbætur um helgina. Stórri svítu hefur verið bætt við í sjálfri gömlu kirkjunni á Blönduósi og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða nýjan hluta af hótelinu um helgina, þó það opni ekki formlega fyrr en á mánudag. Myndasyrpu frá Blönduósi má skoða neðst í fréttinni. „Framkvæmdir hófust á þessu ári og því hefur þetta þetta ekki átt sér langan aðdraganda. En það er alveg magnað að fylgjast með vinnu iðnaðarmannanna sem hafa ekki haft langan tíma til að klára verkið,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson hótelstjóri í samtali við Vísi. „Svo hafa eigendur og fjölskyldur þeirra tekið mjög virkan þátt í undirbúningi opnunar hótelsins og hefur það tekið á sig gríðarlega fallega mynd, jafnt að innan sem utan.“ Frábær tilfinning að opna loksins Pétur segir frábæra tilfinningu að fá loksins að opna dyrnar fyrri gestum. Opnunarteiti fer fram í dag klukkan 14 til 17. „Þar gefst gestum tækifæri á að skoða hótelið eins og það lítur út í dag. Svo verður hótelið opnað formlega á mánudaginn,“ segir Pétur sem segir heimamenn bjartsýna fyrir sumarið og bjartsýna á að aukning verði mikil á milli ára. „Sérstaklega í ljósi þess að eftir sumarið verður komin reynsla á upplifun gesta og við verðum búin að safna að okkur endurgjöfum á helstu bókunarsíðum. En það tekur tíma að byggja þetta upp þar sem við erum að byggja reksturinn svo gott sem frá grunni, það er engin reynsla á þjónustu, gæði matar og fleira. Þó það megi til gamans geta að við erum að opna hótel í byggingu þar sem hefur verið hótelrekstur síðan árið 1943.“ Borðleggjandi að festa kaup á kirkjunni Pétur segir að þegar upp hafi komið sú staða að hægt væri að kaupa gömlu kirkjuna á Blönduósi þá hafi rekstraðilum hótelsins þótt það borðleggjandi að kaupa hana og nýta sem gistirými. „Þetta verður einn áhugaverðasti gistimöguleikinn á landinu þar sem við munum lítið hreyfa við útliti kirkjunnar enda er hún gullfalleg og einstaklega sjarmerandi. Við horfðum meðal annars til norðurlanda, Frakklands og Hollands þar sem kirkjur hafa verið nýttar einmitt sem farfuglaheimili, hótel, íbúðir, barir og fleira.“ Þá segir Pétur að einnig verði hægt að halda þar athafnir eins og brúðkaup þar sem brúðhjónin hafi svo kost á því að gista í kirkjunni um nóttina. „Er hægt að hugsa sér eitthvað rómantískara? Við verðum tilbúin með viðburðarými í gamla bakarínu í Gamla bænum á Blönduósi sem við köllum Krúttið, þar verður hægt að halda veislur en að auki ætlum við að halda tónleika og aðra viðburði.“ Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
„Framkvæmdir hófust á þessu ári og því hefur þetta þetta ekki átt sér langan aðdraganda. En það er alveg magnað að fylgjast með vinnu iðnaðarmannanna sem hafa ekki haft langan tíma til að klára verkið,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson hótelstjóri í samtali við Vísi. „Svo hafa eigendur og fjölskyldur þeirra tekið mjög virkan þátt í undirbúningi opnunar hótelsins og hefur það tekið á sig gríðarlega fallega mynd, jafnt að innan sem utan.“ Frábær tilfinning að opna loksins Pétur segir frábæra tilfinningu að fá loksins að opna dyrnar fyrri gestum. Opnunarteiti fer fram í dag klukkan 14 til 17. „Þar gefst gestum tækifæri á að skoða hótelið eins og það lítur út í dag. Svo verður hótelið opnað formlega á mánudaginn,“ segir Pétur sem segir heimamenn bjartsýna fyrir sumarið og bjartsýna á að aukning verði mikil á milli ára. „Sérstaklega í ljósi þess að eftir sumarið verður komin reynsla á upplifun gesta og við verðum búin að safna að okkur endurgjöfum á helstu bókunarsíðum. En það tekur tíma að byggja þetta upp þar sem við erum að byggja reksturinn svo gott sem frá grunni, það er engin reynsla á þjónustu, gæði matar og fleira. Þó það megi til gamans geta að við erum að opna hótel í byggingu þar sem hefur verið hótelrekstur síðan árið 1943.“ Borðleggjandi að festa kaup á kirkjunni Pétur segir að þegar upp hafi komið sú staða að hægt væri að kaupa gömlu kirkjuna á Blönduósi þá hafi rekstraðilum hótelsins þótt það borðleggjandi að kaupa hana og nýta sem gistirými. „Þetta verður einn áhugaverðasti gistimöguleikinn á landinu þar sem við munum lítið hreyfa við útliti kirkjunnar enda er hún gullfalleg og einstaklega sjarmerandi. Við horfðum meðal annars til norðurlanda, Frakklands og Hollands þar sem kirkjur hafa verið nýttar einmitt sem farfuglaheimili, hótel, íbúðir, barir og fleira.“ Þá segir Pétur að einnig verði hægt að halda þar athafnir eins og brúðkaup þar sem brúðhjónin hafi svo kost á því að gista í kirkjunni um nóttina. „Er hægt að hugsa sér eitthvað rómantískara? Við verðum tilbúin með viðburðarými í gamla bakarínu í Gamla bænum á Blönduósi sem við köllum Krúttið, þar verður hægt að halda veislur en að auki ætlum við að halda tónleika og aðra viðburði.“ Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson
Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira