Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 07:01 Erik ten Hag er bjartsýnn á að geta lokkað gæðaleikmenn til Manchester United í sumar. EPA-EFE/Peter Powell Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani, stjórnarformaður eins stærsta banka Katar, og breski auðjöfurinn Sir Jim Ratcliffe hafa lagt fram tilboð í Manchester United, en núverandi eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað verður um þetta fornfræga félag. Þrátt fyrir það er hollenski knattspyrnustjórinn handviss um að margir gæðaleikmenn séu tilbúnir að koma til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar, en að það hafi verið erfitt að sannfæra þá um að koma þegar hann tók við stjórnartaumunum eftir síðasta tímabil. „Ég sé mikinn mun frá því í fyrra. Nú sjá margir leikmenn verkefnið sem er í gangi hérna. Þeir sjá hvað er í gangi og þann metnað sem lagður er í verkefnið,“ sagði Ten Hag. Ten Hag: “Last year there were a lot of reservations last year when I spoke with players to join us… now many players see the ambition in this project — they want to come”. 🚨🔴 #MUFC“Many quality players really want to join Man United now”, says via @mjcritchley. pic.twitter.com/r4Q2N577Qv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2023 Þrátt fyrir að þjálfarinn segi að erfiðlega hafi gengið að sannfæra leikmenn um að ganga í raðir United síðasta sumar fékk félagið þó Casemiro, Christian Eriksen, Antony, Lisandro Martinez og Tyrell Malacia. „Leikmenn voru mjög tvístígandi áður en þeir komu í fyrra og margir þeirra höfðu miklar efasemdir. Í ár eru hins vegar margir gæðaleikmenn mjög áhugasamir um að koma til okkar,„ bætti Hollendingurinn við. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani, stjórnarformaður eins stærsta banka Katar, og breski auðjöfurinn Sir Jim Ratcliffe hafa lagt fram tilboð í Manchester United, en núverandi eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað verður um þetta fornfræga félag. Þrátt fyrir það er hollenski knattspyrnustjórinn handviss um að margir gæðaleikmenn séu tilbúnir að koma til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar, en að það hafi verið erfitt að sannfæra þá um að koma þegar hann tók við stjórnartaumunum eftir síðasta tímabil. „Ég sé mikinn mun frá því í fyrra. Nú sjá margir leikmenn verkefnið sem er í gangi hérna. Þeir sjá hvað er í gangi og þann metnað sem lagður er í verkefnið,“ sagði Ten Hag. Ten Hag: “Last year there were a lot of reservations last year when I spoke with players to join us… now many players see the ambition in this project — they want to come”. 🚨🔴 #MUFC“Many quality players really want to join Man United now”, says via @mjcritchley. pic.twitter.com/r4Q2N577Qv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2023 Þrátt fyrir að þjálfarinn segi að erfiðlega hafi gengið að sannfæra leikmenn um að ganga í raðir United síðasta sumar fékk félagið þó Casemiro, Christian Eriksen, Antony, Lisandro Martinez og Tyrell Malacia. „Leikmenn voru mjög tvístígandi áður en þeir komu í fyrra og margir þeirra höfðu miklar efasemdir. Í ár eru hins vegar margir gæðaleikmenn mjög áhugasamir um að koma til okkar,„ bætti Hollendingurinn við.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira