„Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 13:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans í Breiðabliki mæta KR í Vesturbænum í dag. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, segir að erfitt gæti reynst fyrir hans menn að spila á grasvelli KR-inga þegar liðin mætast í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í dag. „Þetta bara leggst vel í mig og ég býst við mjög erfiðum leik. Það er bara tilhlökkun okkar megin,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Gengi KR í upphafi tímabils hefur ekki verið gott. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er aðeins með fjögur stig að sex leikjum loknum. „Ég held að þeir mæti bara með kassann úti. Þeir eru auðvitað að fara að spila fyrsta heimaleikinn sinn á tímabilinu, eða allavega fyrsta leikinn á KR-vellinum, og ég held að þeir mæti bara með kassann úti.“ „Þetta er lið sem hefur upplifað hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held að þeir kunni vel að glíma við það. Þeir eru með mjög færan þjálfara og ég á bara von á hörkuleik. KR-liðið er betra heldur en stigasöfnunin segir til um. Við þurfum að eiga toppleik til að fara með þrjú stig úr Vesturbænum.“ Grasvöllur KR-inga líti illa út Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út. „Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið. „Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við. Breiðablik og KR eigast við í Vesturbænum klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik KR Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
„Þetta bara leggst vel í mig og ég býst við mjög erfiðum leik. Það er bara tilhlökkun okkar megin,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Gengi KR í upphafi tímabils hefur ekki verið gott. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er aðeins með fjögur stig að sex leikjum loknum. „Ég held að þeir mæti bara með kassann úti. Þeir eru auðvitað að fara að spila fyrsta heimaleikinn sinn á tímabilinu, eða allavega fyrsta leikinn á KR-vellinum, og ég held að þeir mæti bara með kassann úti.“ „Þetta er lið sem hefur upplifað hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held að þeir kunni vel að glíma við það. Þeir eru með mjög færan þjálfara og ég á bara von á hörkuleik. KR-liðið er betra heldur en stigasöfnunin segir til um. Við þurfum að eiga toppleik til að fara með þrjú stig úr Vesturbænum.“ Grasvöllur KR-inga líti illa út Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út. „Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið. „Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við. Breiðablik og KR eigast við í Vesturbænum klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik KR Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira