Al Thani er stjórnarformaður eins stærsta banka Katar, QIB, en hann og Sir Jim Ratcliffe eru þeir tveir sem berjast um að kaupa félagið af Glazer-fjölskyldunni.
Bæði Al Thani og Ratcliffe lögðu inn sín þriðju boð í lok apríl.
Nú er hins vegar greint frá því á hinum ýmsu miðlum að Al Thani hafi lagt fram annað tilboð í félagið. Með nýja tilboðinu ætlar Al Thani að kaupa Manchester United í heild sinni, þurrka út skuldir félagsins og koma á fót sérstökum sjóð sem verður eyrnamerktur félaginu og samfélaginu í kring.
Sheikh Jassim has now made another increased bid — as always, it's for 100% of Manchester United, will clear all debt and includes a separate fund directed solely at the club and community. 🚨🔴🇶🇦 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 16, 2023
Sources guarantee this is significant increase over the initial proposal. pic.twitter.com/xLaNiPCBp8
Þrátt fyrir þessar fréttir virðist Sir Jim Satcliffe þó enn vera bjartsýnn á það að hann muni vinna kapphlaupið um að kaupa félagið. Að því er kemur fram meðal annars á vef BBC hefur Ratcliffe lagt til að hann kaupi rétt rúmlega 50 prósent hlut í félaginu í stað þess að kaupa öll 69 prósentin sem Galzer-fjölskyldan á.
Það myndi gefa þeim Joel og Avram Glazer tækifæri á því að halda einhverjum ítökum í félaginu.