Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. maí 2023 15:01 Biggi Maus hefur hafið sólóferilinn á nýjan leik. Kristín Anna Kristjánsdóttir. Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. „Ég þorði eiginleg ekki að gera sólóplötur í lengri tíma og var að gefa út tónlist undir alls konar nöfnum eins og hljómsveitunum Króna og Bigital,“ upplýsir Biggi og segir ástæðuna vera ímyndaðan ótta um hvað aðrir myndu halda um hann. „Þegar maður er aðeins meira miðaldra verður manni fyrir alvöru sama um álit annarra,“ segir Biggi og hlær, en hann varð 47 ára í vikunni. Margir kannast við Birgi úr rokkhljómsveitinni Maus þar sem hann var og er söngvari og gítarleikari. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin ætlar af því tilefni koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí og gefa út plötu á Vínyl þegar nær dregur hausti. Segir alla eiga reynslu um andlegt ofbeldi Birgir gaf á dögunum út lagið Ekki vera að eyða mínum tíma sem er eins konar baráttusöngur þolenda andlegs ofbeldis. Lagið er unnið með Þorgils Gíslasyni, þekktur sem Toggi Nolem. „Tíminn er okkar mikilvægasta auðlind sem fólk er oft að reyna að troða sér inn á. Ég held að við erum öll bæði þolendur og gerendur andlegs ofbeldis að einnhverju og tel að við eigum öll slíka reynslu,“ segir Biggi. Hann nefnir dæmi um að gerendur noti skap og reiði mikið til að stjórna öðrum. „Svo átt þú að vera lauf í tilfinningavindi annarra,“ bætir hann við. Hann nýtur þess að vera á kafi í tónlistinni á nýjan leik. „Það er helvíti gaman að fá svörun að það fólk sé að hlusta. Ég held að ástæðan fyrir því að hlutirnir fóru að gerast sé meðal annars eftir að ég fór að gefa út undir Biggi Maus, og fór að leyfa mér að þora að gera tónlist aftur eins og ég gerði áður fyrr,“ segir Biggi að lokum. Tónlist Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira
„Ég þorði eiginleg ekki að gera sólóplötur í lengri tíma og var að gefa út tónlist undir alls konar nöfnum eins og hljómsveitunum Króna og Bigital,“ upplýsir Biggi og segir ástæðuna vera ímyndaðan ótta um hvað aðrir myndu halda um hann. „Þegar maður er aðeins meira miðaldra verður manni fyrir alvöru sama um álit annarra,“ segir Biggi og hlær, en hann varð 47 ára í vikunni. Margir kannast við Birgi úr rokkhljómsveitinni Maus þar sem hann var og er söngvari og gítarleikari. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin ætlar af því tilefni koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí og gefa út plötu á Vínyl þegar nær dregur hausti. Segir alla eiga reynslu um andlegt ofbeldi Birgir gaf á dögunum út lagið Ekki vera að eyða mínum tíma sem er eins konar baráttusöngur þolenda andlegs ofbeldis. Lagið er unnið með Þorgils Gíslasyni, þekktur sem Toggi Nolem. „Tíminn er okkar mikilvægasta auðlind sem fólk er oft að reyna að troða sér inn á. Ég held að við erum öll bæði þolendur og gerendur andlegs ofbeldis að einnhverju og tel að við eigum öll slíka reynslu,“ segir Biggi. Hann nefnir dæmi um að gerendur noti skap og reiði mikið til að stjórna öðrum. „Svo átt þú að vera lauf í tilfinningavindi annarra,“ bætir hann við. Hann nýtur þess að vera á kafi í tónlistinni á nýjan leik. „Það er helvíti gaman að fá svörun að það fólk sé að hlusta. Ég held að ástæðan fyrir því að hlutirnir fóru að gerast sé meðal annars eftir að ég fór að gefa út undir Biggi Maus, og fór að leyfa mér að þora að gera tónlist aftur eins og ég gerði áður fyrr,“ segir Biggi að lokum.
Tónlist Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira