Nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfó er 22 ára Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 13:16 Ross Jamie Collins er nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins hefur verið ráðinn staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-24. Collins verður 22 ára á þessu ári. Collins er fæddur 2001 í Nottingham en fluttist sjö ára gamall til Helsinki og lærði hljómsveitarstjórn við fótskör hins mikla finnska hljómsveitarstjóra og kennara Jorma Panula en meðal fyrstu kennara Collins var einmitt annar af lærisveinum hans, Klaus Mäkilä, sem nú er listrænn stjórnandi Orchestre de Paris og aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Osló. Ross Jamie Collins stofnaði sína eigin hljómsveit, Symphony Orchestra ROSSO, árið 2017 og stjórnaði sínum fyrstu hljómsveitartónleikum 15 ára gamall. Hann hlaut þriðju verðlaun í sjöundu alþjóðlegu Jorma Panula-hljómsveitarstjórakeppninni 2018. Collins stýrir margvíslegum tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á næsta starfsári, þar á meðal tónleikum á Menningarnótt í Reykjavík, fjölskyldutónleikum Litla tónsprotans, jólatónleikum og skólatónleikum auk þess sem hann stjórnar tónleikum hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Þá mun Collins starfa náið með Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og aðstoðar hana við undirbúning fjölda verkefna til viðbótar, en þar á meðal eru nokkrir af hornsteinum sinfónískrar tónlistar á borð við níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers. „Ég er himinlifandi að fá tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem staðarhljómsveitarstjóri. Frá fyrstu fundum mínum með hljómsveitinni fann ég hvernig andrúmsloftið sem tónlistarfólkið skapaði lét mér líða eins og heima hjá mér í Reykjavík. Ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur í Hörpu til þess að deila meiri tónlist, brosum og hlátri með þessari frábæru hljómsveit sem veitir mér svo mikinn innblástur,“ er haft eftir Collins í tilkynningu. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Collins er fæddur 2001 í Nottingham en fluttist sjö ára gamall til Helsinki og lærði hljómsveitarstjórn við fótskör hins mikla finnska hljómsveitarstjóra og kennara Jorma Panula en meðal fyrstu kennara Collins var einmitt annar af lærisveinum hans, Klaus Mäkilä, sem nú er listrænn stjórnandi Orchestre de Paris og aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Osló. Ross Jamie Collins stofnaði sína eigin hljómsveit, Symphony Orchestra ROSSO, árið 2017 og stjórnaði sínum fyrstu hljómsveitartónleikum 15 ára gamall. Hann hlaut þriðju verðlaun í sjöundu alþjóðlegu Jorma Panula-hljómsveitarstjórakeppninni 2018. Collins stýrir margvíslegum tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á næsta starfsári, þar á meðal tónleikum á Menningarnótt í Reykjavík, fjölskyldutónleikum Litla tónsprotans, jólatónleikum og skólatónleikum auk þess sem hann stjórnar tónleikum hljómsveitarinnar á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Þá mun Collins starfa náið með Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra og aðstoðar hana við undirbúning fjölda verkefna til viðbótar, en þar á meðal eru nokkrir af hornsteinum sinfónískrar tónlistar á borð við níundu sinfóníu Bruckners og þriðju sinfóníu Mahlers. „Ég er himinlifandi að fá tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem staðarhljómsveitarstjóri. Frá fyrstu fundum mínum með hljómsveitinni fann ég hvernig andrúmsloftið sem tónlistarfólkið skapaði lét mér líða eins og heima hjá mér í Reykjavík. Ég get ekki beðið eftir því að snúa aftur í Hörpu til þess að deila meiri tónlist, brosum og hlátri með þessari frábæru hljómsveit sem veitir mér svo mikinn innblástur,“ er haft eftir Collins í tilkynningu.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira