Fótbolti

Ó­trú­legar senur er Manchester United hélt titil­vonum sínum á lífi

Aron Guðmundsson skrifar
Leikmenn Manchester United fagna fyrsta marki leiksins gegn Manchester City
Leikmenn Manchester United fagna fyrsta marki leiksins gegn Manchester City Vísir/Getty

Manchester United hélt titl­vonum sínum á lífi með hreint út sagt ó­trú­legum 2-1 sigri á grönnum sínum í Manchester City í efstu deild kvenna í knatt­spyrnu á Eng­landi.

Ljóst var fyrir leik dagsins að allt annað en sigur hjá Manchester United myndi sjá til þess að Eng­lands­meistara­titillinn myndi enda hjá Chelsea.

Þær rauð­klæddu byrjuðu leikinn af krafti því strax á 2.mínútu kom Hayl­ey Ladd boltanum í netið.

Á 42.mínútu fékk Elli­e Roebuck, leik­maður Manchester City að líta rauða spjaldið og þurftu gestirnir því að leika einum leik­manni færri allan seinni hálf­leikinn.

Það kom hins vegar ekki að sök á 68.mínútu þegar að Filippa Angel­dal jafnaði leikinn fyrir Manchester City og allt í einu virtist Eng­lands­meistara­titillinn á leið til Chelsea.

Leik­menn Manchester United neituðu hins vegar að gefast upp og þraut­seigjan borgaði sig á fyrstu mínútu upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma þegar að Lucía García skoraði sigur­markið fyrir Manchester United.

Chelsea og Manchester United eiga því bæði mögu­leika á að tryggja sér Eng­lands­meistara­titlinn fyrir loka­um­ferð deildarinnar.

Chelsea er þó með ör­lögin í sínum höndum, liðið situr í 1.sæti með 55 stig, tveimur stigum meira en Manchester United sem er í öðru sæti með 53 stig.

Manchester United heim­sækir Liver­pool í loka­um­ferð deildarinnar á meðan að Chelsea sækir Rea­ding heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×