Gísli Marteinn segir fólk hafa fullan rétt á að hrauna yfir sig Máni Snær Þorláksson skrifar 22. maí 2023 21:40 Gísli Marteinn segir að hann myndi fara í taugarnar á sjálfum sér ef hann væri ekki hann sjálfur. Stöð 2 Fannar Sveinsson ræðir við sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson í nýjasta þætti Framkomu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Meðal annars er Gísla spurður út í þá gagnrýni sem hann fær á netinu og hvort hann taki hana inn á sig. Gísli Marteinn stýrir sjónvarpsþættinum Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV og hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur af netverjum vegna þeirra. „Þegar einhver gagnrýnir hvað þú ert að gera eða finnst Vikan leiðinleg, tekurðu það til þín?“ spyr Fannar hann meðal annars í þætti gærkvöldsins. „Er einhver að segja það?“ spyr Gísli Marteinn og hlær. „Ég var að djóka. Það er svo margt fólk sem hatar Vikuna svo mikið og mig að ég bara er alveg steinhissa.“ Gísli segir þó að hann haldi að ekki sé um að ræða djúpt hatur. „Ég meina, fólk heldur til dæmis að Akureyringar hati mig rosalega mikið út af skoðunum mínum á flugvellinum.“ Það endurspeglist þó ekki í heimsóknum hans norður. „Svo fer ég til Akureyrar, það er ekki til betra fólk.“ Færi í taugarnar á sjálfum sér Sjálfum finnst Gísla í fínu lagi að fólki finnist þetta og hitt um hann. „Mér finnst allt þetta fólk hafa bara fullan rétt á að hafa þessar skoðanir á mér og hrauna yfir mig,“ segir hann. „Ég er með risastórt platform, risastóra rödd þar sem ég get verið að gasa um það sem mér sýnist. Þau hafa það ekki og þá mega þau bara nota þetta litla platform til þess. Mér finnst það bara allt í lagi. Ég hef líka alveg lært alveg helling af einhverju fólki sem hefur gagnrýnt mig. Það hefur sagt eitthvað og ég hugsa: Já, heyrðu þetta er nú bara góður punktur.“ Gísli segist þá ekki dvelja í gagnrýninni sem hann fær. „Alls ekki og fyrir utan það, oft er ég bara sammála einhverri gagnrýni,“ segir hann. „Ég til dæmis tala ógeðslega hátt og er með gjallandi rödd. Ég hef oft horft á sjálfan mig í sjónvarpinu og verið bara: Oh jesus christ hvað þessi gæji færi í taugarnar á mér ef ég væri ekki hann.“ Gísli og Fannar hlæja þá saman og sá síðarnefndi segir að lokum: „Gísli Marteinn færi í taugarnar á þér ef þú værir ekki Gísli Marteinn.“ Framkoma Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Gísli Marteinn stýrir sjónvarpsþættinum Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV og hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur af netverjum vegna þeirra. „Þegar einhver gagnrýnir hvað þú ert að gera eða finnst Vikan leiðinleg, tekurðu það til þín?“ spyr Fannar hann meðal annars í þætti gærkvöldsins. „Er einhver að segja það?“ spyr Gísli Marteinn og hlær. „Ég var að djóka. Það er svo margt fólk sem hatar Vikuna svo mikið og mig að ég bara er alveg steinhissa.“ Gísli segir þó að hann haldi að ekki sé um að ræða djúpt hatur. „Ég meina, fólk heldur til dæmis að Akureyringar hati mig rosalega mikið út af skoðunum mínum á flugvellinum.“ Það endurspeglist þó ekki í heimsóknum hans norður. „Svo fer ég til Akureyrar, það er ekki til betra fólk.“ Færi í taugarnar á sjálfum sér Sjálfum finnst Gísla í fínu lagi að fólki finnist þetta og hitt um hann. „Mér finnst allt þetta fólk hafa bara fullan rétt á að hafa þessar skoðanir á mér og hrauna yfir mig,“ segir hann. „Ég er með risastórt platform, risastóra rödd þar sem ég get verið að gasa um það sem mér sýnist. Þau hafa það ekki og þá mega þau bara nota þetta litla platform til þess. Mér finnst það bara allt í lagi. Ég hef líka alveg lært alveg helling af einhverju fólki sem hefur gagnrýnt mig. Það hefur sagt eitthvað og ég hugsa: Já, heyrðu þetta er nú bara góður punktur.“ Gísli segist þá ekki dvelja í gagnrýninni sem hann fær. „Alls ekki og fyrir utan það, oft er ég bara sammála einhverri gagnrýni,“ segir hann. „Ég til dæmis tala ógeðslega hátt og er með gjallandi rödd. Ég hef oft horft á sjálfan mig í sjónvarpinu og verið bara: Oh jesus christ hvað þessi gæji færi í taugarnar á mér ef ég væri ekki hann.“ Gísli og Fannar hlæja þá saman og sá síðarnefndi segir að lokum: „Gísli Marteinn færi í taugarnar á þér ef þú værir ekki Gísli Marteinn.“
Framkoma Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“ Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu. 22. maí 2023 16:06