Sigurvegarinn í leik eitt orðið Íslandsmeistari í 78 prósent tilfella Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2023 15:01 Sagan er með Eyjamönnum í liði. vísir/anton Tölfræðin er ekki beint hliðholl Haukum í einvígi þeirra við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Eyjamenn unnu fyrsta leik liðanna í Vestmannaeyjum á laugardaginn, 33-27, og liðin mætast öðru sinni á Ásvöllum í kvöld. Frá því úrslitakeppnin var sett á laggirnar tímabilið 1991-92 hefur liðið sem vann fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi orðið Íslandsmeistari í 21 skipti af 27. Liðið sem vann fyrsta leikinn í fyrstu fimm úrslitaeinvígunum varð Íslandsmeistari, eða allt þar til Aftureldingu mistókst að verða meistari 1997 eftir að hafa unnið fyrsta leikinn gegn KA. Það gerðist svo þrjú ár í röð um aldamótin að liðið sem vann fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi varð ekki meistari. Þessi óheppnu lið voru Fram 2000 (töpuðu fyrir Haukum), KA 2001 (töpuðu fyrir Haukum) og Valur 2002 (töpuðu fyrir KA). ÍBV varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn 2014 þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Haukum. Eyjamenn tryggðu sér titilinn með sigri í eftirminnilegum oddaleik á Ásvöllum. Afturelding varð svo ekki meistari 2016 þrátt fyrir að hafa unnið fyrsta leikinn gegn Haukum. Hafnfirðingar urðu meistarar eftir sigur í oddaleik á Ásvöllum. Lið sem hafa unnið fyrsta leik í úrslitaeinvígi 1992: FH - meistari 1993: Valur - meistari 1994: Valur - meistari 1995: Valur - meistari 1996: Valur - meistari 1997: Afturelding - ekki meistari (KA) 1998: Valur - meistari 1999: Afturelding - meistari 2000: Fram - ekki meistari (Haukar) 2001: KA - ekki meistari (Haukar) 2002: Valur - ekki meistari 2003: Haukar - meistari 2004: Haukar - meistari 2005: Haukar - meistari 2009: Haukar - meistari 2010: Haukar - meistari 2011: FH - meistari 2012: HK - meistari 2013: Fram - meistari 2014: Haukar - ekki meistari (ÍBV) 2015: Haukar - meistari 2016: Afturelding - ekki meistari (Haukar) 2017: Valur - meistari 2018: ÍBV - meistari 2019: Selfoss - meistari 2021: Valur - meistari 2022: Valur - meistari 2023: ??? Nú er að sjá hvort Haukar nái að snúa á söguna og verða meistarar þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leiknum. Þeir geta einnig komið sér í sögubækurnar með því að verða fyrsta liðið sem endar í 8. sæti til að verða meistari. Leikur Hauka og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17:20. Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Eyjamenn unnu fyrsta leik liðanna í Vestmannaeyjum á laugardaginn, 33-27, og liðin mætast öðru sinni á Ásvöllum í kvöld. Frá því úrslitakeppnin var sett á laggirnar tímabilið 1991-92 hefur liðið sem vann fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi orðið Íslandsmeistari í 21 skipti af 27. Liðið sem vann fyrsta leikinn í fyrstu fimm úrslitaeinvígunum varð Íslandsmeistari, eða allt þar til Aftureldingu mistókst að verða meistari 1997 eftir að hafa unnið fyrsta leikinn gegn KA. Það gerðist svo þrjú ár í röð um aldamótin að liðið sem vann fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi varð ekki meistari. Þessi óheppnu lið voru Fram 2000 (töpuðu fyrir Haukum), KA 2001 (töpuðu fyrir Haukum) og Valur 2002 (töpuðu fyrir KA). ÍBV varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn 2014 þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn Haukum. Eyjamenn tryggðu sér titilinn með sigri í eftirminnilegum oddaleik á Ásvöllum. Afturelding varð svo ekki meistari 2016 þrátt fyrir að hafa unnið fyrsta leikinn gegn Haukum. Hafnfirðingar urðu meistarar eftir sigur í oddaleik á Ásvöllum. Lið sem hafa unnið fyrsta leik í úrslitaeinvígi 1992: FH - meistari 1993: Valur - meistari 1994: Valur - meistari 1995: Valur - meistari 1996: Valur - meistari 1997: Afturelding - ekki meistari (KA) 1998: Valur - meistari 1999: Afturelding - meistari 2000: Fram - ekki meistari (Haukar) 2001: KA - ekki meistari (Haukar) 2002: Valur - ekki meistari 2003: Haukar - meistari 2004: Haukar - meistari 2005: Haukar - meistari 2009: Haukar - meistari 2010: Haukar - meistari 2011: FH - meistari 2012: HK - meistari 2013: Fram - meistari 2014: Haukar - ekki meistari (ÍBV) 2015: Haukar - meistari 2016: Afturelding - ekki meistari (Haukar) 2017: Valur - meistari 2018: ÍBV - meistari 2019: Selfoss - meistari 2021: Valur - meistari 2022: Valur - meistari 2023: ??? Nú er að sjá hvort Haukar nái að snúa á söguna og verða meistarar þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leiknum. Þeir geta einnig komið sér í sögubækurnar með því að verða fyrsta liðið sem endar í 8. sæti til að verða meistari. Leikur Hauka og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17:20.
1992: FH - meistari 1993: Valur - meistari 1994: Valur - meistari 1995: Valur - meistari 1996: Valur - meistari 1997: Afturelding - ekki meistari (KA) 1998: Valur - meistari 1999: Afturelding - meistari 2000: Fram - ekki meistari (Haukar) 2001: KA - ekki meistari (Haukar) 2002: Valur - ekki meistari 2003: Haukar - meistari 2004: Haukar - meistari 2005: Haukar - meistari 2009: Haukar - meistari 2010: Haukar - meistari 2011: FH - meistari 2012: HK - meistari 2013: Fram - meistari 2014: Haukar - ekki meistari (ÍBV) 2015: Haukar - meistari 2016: Afturelding - ekki meistari (Haukar) 2017: Valur - meistari 2018: ÍBV - meistari 2019: Selfoss - meistari 2021: Valur - meistari 2022: Valur - meistari 2023: ???
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira