Mest hissa á að húsið hafi aldrei verið notað í bíómynd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 14:09 Húsið að Bjarkargrund hefur vakið mikla athygli en ætli innbúið hafi ekki vakið enn meiri athygli. Vísir Einbýlishús að Bjarkargrund 26 á Akranesi sem nú er á sölu hefur að sögn fasteignasala vakið gríðarlega athygli. Innréttingar, ljós og gólfefni eru upprunalegar frá því að húsið var byggt árið 1968 og er líkt og stigið sé inn í tímavél. Fasteignasalinn segir fólk mikið spyrja um innbúið. „Þetta er sannkallað retró hús,“ segir Daníel Rúnar Elíasson, fasteignasali hjá Hákot í samtali við Vísi. Húsið var byggt árið 1968 og segir Daníel sömu eigendur hafa verið að húsinu allar götur síðan, þar til nú. Innréttingarnar minna hressilega á áttunda áratuginn, enda upp settar þá. „Þær eru gríðarlega vel farnar og það sést lítið sem ekkert á þeim og ekki heldur teppum á gólfinu,“ segir Daníel. Hann segir eigendurna fyrir nokkrum árum hafa ætlað að minnka við sig en hætt við, enda húsið þeim kærkomið. „Þá fékk ég einmitt mikið af fyrirspurnum frá fólki um innbúið. Einhverjir sem voru áhugasamir um að kaupa ljósin og hitt og þetta. Þetta var svona eins og góði hirðirinn í rauntíma,“ segir Daníel í gríni. Húsið er á einni hæð og fimm herbergi, eins og fram kemur á fasteignavef Vísis. Það er 139,6 fermetrar að stærð, auk þess sem 41,6 fermetra bílskúr fylgir húsinu. Samanlagt er eignin því 181,2 fermetrar og er uppsett verð 87,9 milljónir króna. Daníel segir mikinn áhuga hafa verið á húsinu og vel mætt á opið hús í gær. „Fólk var mest hissa á því að þetta hefði aldrei verið notað í bíómynd,“ segir Daníel hress í bragði. Akranes Hús og heimili Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Þetta er sannkallað retró hús,“ segir Daníel Rúnar Elíasson, fasteignasali hjá Hákot í samtali við Vísi. Húsið var byggt árið 1968 og segir Daníel sömu eigendur hafa verið að húsinu allar götur síðan, þar til nú. Innréttingarnar minna hressilega á áttunda áratuginn, enda upp settar þá. „Þær eru gríðarlega vel farnar og það sést lítið sem ekkert á þeim og ekki heldur teppum á gólfinu,“ segir Daníel. Hann segir eigendurna fyrir nokkrum árum hafa ætlað að minnka við sig en hætt við, enda húsið þeim kærkomið. „Þá fékk ég einmitt mikið af fyrirspurnum frá fólki um innbúið. Einhverjir sem voru áhugasamir um að kaupa ljósin og hitt og þetta. Þetta var svona eins og góði hirðirinn í rauntíma,“ segir Daníel í gríni. Húsið er á einni hæð og fimm herbergi, eins og fram kemur á fasteignavef Vísis. Það er 139,6 fermetrar að stærð, auk þess sem 41,6 fermetra bílskúr fylgir húsinu. Samanlagt er eignin því 181,2 fermetrar og er uppsett verð 87,9 milljónir króna. Daníel segir mikinn áhuga hafa verið á húsinu og vel mætt á opið hús í gær. „Fólk var mest hissa á því að þetta hefði aldrei verið notað í bíómynd,“ segir Daníel hress í bragði.
Akranes Hús og heimili Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira