Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2023 21:42 Fyrri Boeing 777-vél Air Atlanta í Jeddah í Sadí-Arabíu í gær. Áætlað er að hún fari í fyrsta pílagrímaflugið fyrir Saudia-flugfélagið um helgina. Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. Þegar Boeing afhenti síðustu 747-þotuna úr verksmiðjunum í febrúar var birtur listi yfir þau flugfélög heims sem rekið hefðu flestar slíkar þotur í yfir hálfrar aldar sögu hennar. Það rak eflaust marga í rogastans að sjá íslenskt flugfélag í fjórða sæti. Boeing 747-farþegaþota Air Atlanta við landgang á flugvellinum í Medína.Air Atlanta Covid-heimsfaraldurinn varð til þess að Air Atlanta hætti farþegaflugi um tíma og sneri sér alfarið að fraktflugi. Dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 þegar félagið flutti lyfjafarm frá Belgíu til Suður-Afríku fyrir Magma-fraktfélagið. Atlanta hóf endurkomu sína í farþegaflug í fyrra með pílagrímaflugi. Lending Boeing 747 í Medina í Sádí-Arabíu í gær með pílagríma frá Surabaya í Indónesíu fyrir Saudia-flugfélagið markar upphaf pílagrímaflugs Atlanta í ár. Boeing 777-vél Atlanta við flugstöðina í Jeddah.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson En það eru önnur tímamót í sögu félagsins og það risastór. Þessi Boeing 777-300 við flugstöðina í Jeddah er önnur tveggja sem Atlanta er að taka í notkun þessa dagana, einnig til að flytja pílagríma fyrir Saudia. Atlanta-menn gera ráð fyrir að taka seinni 777-vélina í notkun í byrjun júnímánaðar. Þær verða skráðar á Air Atlanta Europe á Möltu, systurfélag Air Atlanta Icelandic. Tíu sæti eru í hverri sætaröð. Alls eru 494 farþegasæti í flugvélinni.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélag í eigu Íslendinga rekur flugvél af þessari tegund en hún tekur nærri fimmhundruð farþega í sæti, þessi nánar tiltekið 494. Hún er almennt talin helsti arftaki Boeing 747. Triple Seven, eða þrefalda sjöan, skipar þann sess að vera stærsta tveggja hreyfla þota sögunnar. Hún er núna jafnframt stærsta flugvél heims í fjöldaframleiðslu eftir að smíði 747 og Airbus A380 var hætt. Tólf hjól eru á aðalhjólastellum Boeing 777, sex hjól hvoru megin.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Atlanta-flugfélagið verður í sumar með átján breiðþotur í rekstri, þar af fimm í farþegaflugi. Sextán þotur eru af gerðinni Boeing 747-400 en tvær af gerðinni Boeing 777-300. Starfsmenn félagsins, sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi, eru núna um 600 talsins. Þar af eru um 250 Íslendingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Air Atlanta Sádi-Arabía Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01 Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þegar Boeing afhenti síðustu 747-þotuna úr verksmiðjunum í febrúar var birtur listi yfir þau flugfélög heims sem rekið hefðu flestar slíkar þotur í yfir hálfrar aldar sögu hennar. Það rak eflaust marga í rogastans að sjá íslenskt flugfélag í fjórða sæti. Boeing 747-farþegaþota Air Atlanta við landgang á flugvellinum í Medína.Air Atlanta Covid-heimsfaraldurinn varð til þess að Air Atlanta hætti farþegaflugi um tíma og sneri sér alfarið að fraktflugi. Dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 þegar félagið flutti lyfjafarm frá Belgíu til Suður-Afríku fyrir Magma-fraktfélagið. Atlanta hóf endurkomu sína í farþegaflug í fyrra með pílagrímaflugi. Lending Boeing 747 í Medina í Sádí-Arabíu í gær með pílagríma frá Surabaya í Indónesíu fyrir Saudia-flugfélagið markar upphaf pílagrímaflugs Atlanta í ár. Boeing 777-vél Atlanta við flugstöðina í Jeddah.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson En það eru önnur tímamót í sögu félagsins og það risastór. Þessi Boeing 777-300 við flugstöðina í Jeddah er önnur tveggja sem Atlanta er að taka í notkun þessa dagana, einnig til að flytja pílagríma fyrir Saudia. Atlanta-menn gera ráð fyrir að taka seinni 777-vélina í notkun í byrjun júnímánaðar. Þær verða skráðar á Air Atlanta Europe á Möltu, systurfélag Air Atlanta Icelandic. Tíu sæti eru í hverri sætaröð. Alls eru 494 farþegasæti í flugvélinni.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélag í eigu Íslendinga rekur flugvél af þessari tegund en hún tekur nærri fimmhundruð farþega í sæti, þessi nánar tiltekið 494. Hún er almennt talin helsti arftaki Boeing 747. Triple Seven, eða þrefalda sjöan, skipar þann sess að vera stærsta tveggja hreyfla þota sögunnar. Hún er núna jafnframt stærsta flugvél heims í fjöldaframleiðslu eftir að smíði 747 og Airbus A380 var hætt. Tólf hjól eru á aðalhjólastellum Boeing 777, sex hjól hvoru megin.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Atlanta-flugfélagið verður í sumar með átján breiðþotur í rekstri, þar af fimm í farþegaflugi. Sextán þotur eru af gerðinni Boeing 747-400 en tvær af gerðinni Boeing 777-300. Starfsmenn félagsins, sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi, eru núna um 600 talsins. Þar af eru um 250 Íslendingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Air Atlanta Sádi-Arabía Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01 Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03
Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01
Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25