„Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 10:35 Aron Rafn Eðvarðsson átti rosalega frammistöðu gegn Aftureldingu í undanúrslitunum og gæti þurft að eiga aðra slíka í kvöld til að stoppa ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við erum bognir en ekki brotnir og ætlum klárlega að sýna hvað í okkur býr,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka. Þeir fara með bakið uppi við vegg til Eyja í dag, 2-0 undir í einvíginu við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Aron Rafn þekkir Eyjastemninguna vel eftir að hafa orðið þrefaldur meistari með liðinu árið 2018. Hann hefur hins vegar engan áhuga á að sjá Eyjamenn fagna eftir leik í kvöld. „Þetta verður partý, alveg geggjað, alvöru Eyjastemning. Við erum gíraðir upp í það,“ segir Aron Rafn sem settist niður með Svövu Kristínu Gretarsdóttur í ítarlegu viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Aron Rafn hitaði vel upp fyrir stórleik kvöldsins Svava og Aron ræddu meðal annars um kokhreysti leikmanna ÍBV, sérstaklega Kára Kristjáns Kristjánssonar og Theodórs Sigurbjörnssonar, og hvernig þeir fögnuðu fyrir framan andstæðinga sína jafnvel þegar nóg væri eftir af leikjum, líkt og á Ásvöllum á þriðjudagskvöld. „Þetta er bara hluti af þessu. Þeir nota öll trixin í bókinni og reyna að komast inn í hausinn á mönnum, og eru bara ógeðslega góðir í því. Kári og Teddi eru uppaldir Eyjamenn, elska og lifa fyrir þetta, og kunna þetta allt upp á hár. Við þurfum að passa að þetta fari ekki lengra en í augun á okkur. Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur,“ segir Aron. Eyjamenn virðast hreinlega njóta sín best þegar spennan er mest, en Aron ætlar að breyta því: „Þeir eru bara ógeðslega góðir, það verður ekkert tekið af þeim. Þeir eru góðir í því sem þeir eru að gera. Við þurfum bara að finna einhverja lausn til að beygja þá, fyrst þeir segjast ekki geta bognað. Við finnum einhverja lausn.“ Kári Kristján Kristjánsson og félagar hafa haft ástæðu til að gleðjast í úrslitakeppninni enda ekki enn tapað leik í henni.vísir/Anton Haukar komu sér í góða stöðu í fyrsta leik einvígisins, í Eyjum, en töpuðu þó. Leikur tvö var sömuleiðis jafn lengst af en aftur voru Eyjamenn mun sterkari á lokakaflanum. „Við þurfum að læra af þessu, þó að það sé svo sem ekki mikið hægt að læra þegar svona skammur tími er á milli leikja. Þetta snýst líka um hausinn. Við þurfum að finna þetta „element“ sem við vorum í gegn Aftureldingu. ÍBV gerir rosalega vel í að drepa tempóið og spila langar sóknir. Við erum meira að „gönna“, að reyna að skora úr seinni bylgju og hraðaupphlaupum.“ Stuðningsmenn ÍBV munu setja sterkan svip á leikinn í kvöld.vísir/Anton Aron var spurður út í það hvernig væri að verða meistari með ÍBV og spila fyrir framan öfluga stuðningsmenn liðsins: „Þetta er geggjað. Það er ógeðslega gaman að vera með þetta hvíta haf og horfa á það. Þeir mættu gera þetta oftar, vera með frá fyrsta degi en ekki bara í úrslitakeppninni. Þeir byrjuðu þetta svolítið – þessa geðveiki sem er í gangi [hjá stuðningsmönnum], og mér finnst hin liðin vera að koma upp. Haukarnir eru líka búnir að vera ógeðslega flottir, bæði í þessu úrslitaeinvígi og í undanúrslitunum. Það var „helvítis“ Herjólfur sem kom í veg fyrir að við færum með fullt af liði til Eyja síðasta laugardag en ég veit að það verður eitthvað af fólki sem kemur til Eyja núna,“ segir Aron. Hann sér um að skipuleggja ferðir stuðningsmanna Hauka og var búinn að „fylla einn bíl“ þegar viðtalið var tekið í gær. Og Aron segir að þó að það sé gaman að spila fyrir stuðningsmenn ÍBV sé það líka skemmtilegt að spila gegn þeim. „Mér finnst alltaf skemmtilegt að spila þegar það er stemning og verið að rífa kjaft uppi í stúku.“ Það má svo sannarlega búast við átökum í kvöld.vísir/Anton Haukar ollu miklum vonbrigðum lengi framan af deildarkeppninni en náðu að koma sér í úrslitakeppnina og slógu svo út Val og Aftureldingu. Yrðu menn ekki bara sáttir með afraksturinn eftir allt sem á undan er gengið, þó að þeir töpuðu í kvöld? „Hugsanlega. Ef ég hefði verið spurður í febrúar hvort við gætum komist í úrslit í bikar og í þetta úrslitaeinvígi, eftir að hafa unnið Val og svo Aftureldingu í fimmta leik, þá hefði ég haldið að sá maður væri eitthvað veikur. Við getum alveg verið sáttir við þetta en við erum samt að horfa á þann stóra og við erum ekkert búnir að gefast upp,“ segir Aron. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:15 í kvöld og bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Aron Rafn þekkir Eyjastemninguna vel eftir að hafa orðið þrefaldur meistari með liðinu árið 2018. Hann hefur hins vegar engan áhuga á að sjá Eyjamenn fagna eftir leik í kvöld. „Þetta verður partý, alveg geggjað, alvöru Eyjastemning. Við erum gíraðir upp í það,“ segir Aron Rafn sem settist niður með Svövu Kristínu Gretarsdóttur í ítarlegu viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Aron Rafn hitaði vel upp fyrir stórleik kvöldsins Svava og Aron ræddu meðal annars um kokhreysti leikmanna ÍBV, sérstaklega Kára Kristjáns Kristjánssonar og Theodórs Sigurbjörnssonar, og hvernig þeir fögnuðu fyrir framan andstæðinga sína jafnvel þegar nóg væri eftir af leikjum, líkt og á Ásvöllum á þriðjudagskvöld. „Þetta er bara hluti af þessu. Þeir nota öll trixin í bókinni og reyna að komast inn í hausinn á mönnum, og eru bara ógeðslega góðir í því. Kári og Teddi eru uppaldir Eyjamenn, elska og lifa fyrir þetta, og kunna þetta allt upp á hár. Við þurfum að passa að þetta fari ekki lengra en í augun á okkur. Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur,“ segir Aron. Eyjamenn virðast hreinlega njóta sín best þegar spennan er mest, en Aron ætlar að breyta því: „Þeir eru bara ógeðslega góðir, það verður ekkert tekið af þeim. Þeir eru góðir í því sem þeir eru að gera. Við þurfum bara að finna einhverja lausn til að beygja þá, fyrst þeir segjast ekki geta bognað. Við finnum einhverja lausn.“ Kári Kristján Kristjánsson og félagar hafa haft ástæðu til að gleðjast í úrslitakeppninni enda ekki enn tapað leik í henni.vísir/Anton Haukar komu sér í góða stöðu í fyrsta leik einvígisins, í Eyjum, en töpuðu þó. Leikur tvö var sömuleiðis jafn lengst af en aftur voru Eyjamenn mun sterkari á lokakaflanum. „Við þurfum að læra af þessu, þó að það sé svo sem ekki mikið hægt að læra þegar svona skammur tími er á milli leikja. Þetta snýst líka um hausinn. Við þurfum að finna þetta „element“ sem við vorum í gegn Aftureldingu. ÍBV gerir rosalega vel í að drepa tempóið og spila langar sóknir. Við erum meira að „gönna“, að reyna að skora úr seinni bylgju og hraðaupphlaupum.“ Stuðningsmenn ÍBV munu setja sterkan svip á leikinn í kvöld.vísir/Anton Aron var spurður út í það hvernig væri að verða meistari með ÍBV og spila fyrir framan öfluga stuðningsmenn liðsins: „Þetta er geggjað. Það er ógeðslega gaman að vera með þetta hvíta haf og horfa á það. Þeir mættu gera þetta oftar, vera með frá fyrsta degi en ekki bara í úrslitakeppninni. Þeir byrjuðu þetta svolítið – þessa geðveiki sem er í gangi [hjá stuðningsmönnum], og mér finnst hin liðin vera að koma upp. Haukarnir eru líka búnir að vera ógeðslega flottir, bæði í þessu úrslitaeinvígi og í undanúrslitunum. Það var „helvítis“ Herjólfur sem kom í veg fyrir að við færum með fullt af liði til Eyja síðasta laugardag en ég veit að það verður eitthvað af fólki sem kemur til Eyja núna,“ segir Aron. Hann sér um að skipuleggja ferðir stuðningsmanna Hauka og var búinn að „fylla einn bíl“ þegar viðtalið var tekið í gær. Og Aron segir að þó að það sé gaman að spila fyrir stuðningsmenn ÍBV sé það líka skemmtilegt að spila gegn þeim. „Mér finnst alltaf skemmtilegt að spila þegar það er stemning og verið að rífa kjaft uppi í stúku.“ Það má svo sannarlega búast við átökum í kvöld.vísir/Anton Haukar ollu miklum vonbrigðum lengi framan af deildarkeppninni en náðu að koma sér í úrslitakeppnina og slógu svo út Val og Aftureldingu. Yrðu menn ekki bara sáttir með afraksturinn eftir allt sem á undan er gengið, þó að þeir töpuðu í kvöld? „Hugsanlega. Ef ég hefði verið spurður í febrúar hvort við gætum komist í úrslit í bikar og í þetta úrslitaeinvígi, eftir að hafa unnið Val og svo Aftureldingu í fimmta leik, þá hefði ég haldið að sá maður væri eitthvað veikur. Við getum alveg verið sáttir við þetta en við erum samt að horfa á þann stóra og við erum ekkert búnir að gefast upp,“ segir Aron. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:15 í kvöld og bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira