Fær Erlingur refsingu fyrir viðtalið? „Þetta er ljótur leikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Einar Kárason skrifa 26. maí 2023 22:32 Erlingur Richardsson var langt frá því að vera sáttur við dómgæsluna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var allt annað en sáttur eftir sex marka tap liðsins gegn Haukum í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Erlingur var stuttorður í viðtali eftir leik, en virtist senda dómurum leiksins nokkrar pillur. „Við gerðum allt. Mótlætið náttúrulega er bara svolítið mikið í þessum leik,“ sagði Erlingur að leik loknum. „Ég vildi svo sannarlega að Kristinn Óskarsson væri handboltadómari,“ bætti Erlingur við og vísar þá í körfuboltadómarann Kristinn Óskarsson. Erlingur var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍBV í kvöld, enda þótti honum, eins og mörgum Eyjamönnum í húsinu, halla á sína menn í dómgæslu. Til að mynda fengu liðsmenn ÍBV tíu tveggja mínútna brottvísanir, en Haukar fengu sína fyrstu eftir 45 mínútna leik. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða atvik í leiknum hann væri að tala um. „Það er ykkar hlutverk,“ sagði Erlingur einfaldlega. „Mér finnst þetta bara ljótur leikur. Ekki handboltanum til sóma.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leik ÍBV og Hauka í kvöld og þeir virtust slegnir yfir ummælum Erlings. „Jahérna hér. Þetta var stórfurðulegt viðtal Arnar Daði. Maður er bara hálf sleginn eftir þetta viðtal,“ sagði Henry. Arnar gekk þó lengra og velti fyrir sér hvort Erlingur gæti mögulega verið á leið í bann. „Hann er brjálaður og ég skil hann mæta vel, en hann verður að halda haus og mér finnst ekki ólíklegt að þessi ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar. Hann talar um að þetta sé ljótur leikur og er þá í raun að tala um að dómararnir hafi reynt að hafa áhrif á það hvernig leikurinn fór,“ sagði Arnar Daði, en viðtalið og umræðuna eftir það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur Richardsson eftir ÍBV-Haukar Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
„Við gerðum allt. Mótlætið náttúrulega er bara svolítið mikið í þessum leik,“ sagði Erlingur að leik loknum. „Ég vildi svo sannarlega að Kristinn Óskarsson væri handboltadómari,“ bætti Erlingur við og vísar þá í körfuboltadómarann Kristinn Óskarsson. Erlingur var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍBV í kvöld, enda þótti honum, eins og mörgum Eyjamönnum í húsinu, halla á sína menn í dómgæslu. Til að mynda fengu liðsmenn ÍBV tíu tveggja mínútna brottvísanir, en Haukar fengu sína fyrstu eftir 45 mínútna leik. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða atvik í leiknum hann væri að tala um. „Það er ykkar hlutverk,“ sagði Erlingur einfaldlega. „Mér finnst þetta bara ljótur leikur. Ekki handboltanum til sóma.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leik ÍBV og Hauka í kvöld og þeir virtust slegnir yfir ummælum Erlings. „Jahérna hér. Þetta var stórfurðulegt viðtal Arnar Daði. Maður er bara hálf sleginn eftir þetta viðtal,“ sagði Henry. Arnar gekk þó lengra og velti fyrir sér hvort Erlingur gæti mögulega verið á leið í bann. „Hann er brjálaður og ég skil hann mæta vel, en hann verður að halda haus og mér finnst ekki ólíklegt að þessi ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar. Hann talar um að þetta sé ljótur leikur og er þá í raun að tala um að dómararnir hafi reynt að hafa áhrif á það hvernig leikurinn fór,“ sagði Arnar Daði, en viðtalið og umræðuna eftir það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur Richardsson eftir ÍBV-Haukar
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtal og myndir: ÍBV - Haukar 28-34 | Haukar skemmdu partýið í Eyjum Haukar unnu lífsnauðsynlegan sex marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-34 og Haukar komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. 26. maí 2023 21:57