Handbolti

Læri­sveinar Guð­mundar fara ekki í úrslitin

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredercia
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredercia EPA-EFE/Tamas Kovacs

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í danska liðinu Fredericiamunu ekki taka þátt í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir sjö marka tap gegn Álaborg í oddaleik í einvígi liðanna í undanúrslitum. 

Eftir hetjulega baráttu þurftu leikmenn Fredericia að játa sig sigraða gegn ógnarsterku liði Álaborgar sem er nú búið að tryggja sér úrslitaeinvígi við GOG í dönsku úrvalsdeildinni. 

Guðmundur og hans menn í Frederica hafa komið verulega á óvart í dönsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið og náð markmiðum sem stjórnendur félagsins bjuggust ekki við að ná fyrr en árið 2025. 

Álaborg vann í dag öruggan sjö marka sigur í oddaleik liðanna en óhætt er að segja að í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar mætist nú tvö bestu lið yfirstandandi tímabils. 

Frederica á hins vegar möguleika á því að vinna til verðlauna í fyrsta skipti í 43 ár. Leikið er um bronsverðlaun í dönsku úrvalsdeildinni þar sem liðið mætir Skjern á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×