„Markverðirnir okkar voru ekki með“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2023 21:16 Rúnar Kárason sækir að marki Hauka í leiknum í kvöld, fyrir framan stappfullt hús af fólki. Hann segir Eyjamenn þurfa að finna betra sjálfstraust fyrir miðvikudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Rúnar Kárason segir sjálfstraust, eða öllu heldur skort á því, vera það sem hafi orðið ÍBV að falli og valdið því að Haukar séu nú búnir að jafna einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Íslandsmeistarabikarinn fer ekki á loft fyrr en eftir oddaleik í Eyjum á miðvikudagskvöld, eftir afar sannfærandi sigur Hauka á Ásvöllum í kvöld. „Ég veit ekki af hverju en við erum ekki sjálfum okkur líkir, bara vegna sjálfstrausts, og þá verður allt einhvern veginn hægara og lélegra. Við erum búnir að missa sambandið við hvern annan í vörninni, og það er eitthvað sem þú breytir bara í hausnum á hverjum og einum. Þú getur ekkert æft það. Þú getur breytt því á einni sekúndu en það getur líka tekið ár. Við verðum bara að stappa stálinu hver í annan, hafa trúna og vita að það sem við höfum lagt inn í allan vetur er gott og búið að skila okkur á þennan stað. Það skilaði okkur líka 2-0 forystu í þessu einvígi. Það þýðir ekkert að hugsa í svona leikjum. Þú verður bara að láta vaða,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Það finnst mér nú frekar fáránlegt“ Eyjamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna þegar þeir töpuðu í Eyjum á föstudagskvöld, í fyrstu tilraun sinni af þremur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við upplifðum mikið ranglæti í síðasta leik og ég veit ekki hvort að það sitji ennþá í okkur. Það finnst mér nú frekar fáránlegt, því í dag var ekkert svoleiðis. Við vorum bara sjálfum okkur verstir og Haukarnir unnu verðskuldað því þeir voru betri. Við þurfum að kíkja á það, og hvernig við frelsumst frá þessum leiðindum og finnum gleðina á ný,“ sagði Rúnar. Spurður út í markvörsluna hjá ÍBV, en markverðir liðsins vörðu varla skot í fyrri hálfleik í kvöld og enduðu með 13 varin skot gegn 22 hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni, svaraði Rúnar: „Þetta er risaatriði. Markverðirnir okkar voru ekki með í dag, og nánast ekki í síðasta leik heldur. Það er það sem er búið að vera erfitt hjá okkur í vetur. Þegar við komumst á gott „run“ þá voru markverðirnir með okkur. Að sama skapi er Aron að standa sig vel hinu megin. Það er mikið ójafnvægi þar, sem er krefjandi, og við verðum að fá Pavel eða Petar í gang ef við ætlum að spila til sigurs á iðvikudaginn. Þar verða menn að sækja eitthvað sem þú finnur ekkert á æfingagólfinu. Sækja í það sem er búið að leggja inn nú þegar. Trúna og allt þetta. Láta vaða. Hausinn er þinn versti óvinur í svona leikjum.“ Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
Íslandsmeistarabikarinn fer ekki á loft fyrr en eftir oddaleik í Eyjum á miðvikudagskvöld, eftir afar sannfærandi sigur Hauka á Ásvöllum í kvöld. „Ég veit ekki af hverju en við erum ekki sjálfum okkur líkir, bara vegna sjálfstrausts, og þá verður allt einhvern veginn hægara og lélegra. Við erum búnir að missa sambandið við hvern annan í vörninni, og það er eitthvað sem þú breytir bara í hausnum á hverjum og einum. Þú getur ekkert æft það. Þú getur breytt því á einni sekúndu en það getur líka tekið ár. Við verðum bara að stappa stálinu hver í annan, hafa trúna og vita að það sem við höfum lagt inn í allan vetur er gott og búið að skila okkur á þennan stað. Það skilaði okkur líka 2-0 forystu í þessu einvígi. Það þýðir ekkert að hugsa í svona leikjum. Þú verður bara að láta vaða,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Það finnst mér nú frekar fáránlegt“ Eyjamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna þegar þeir töpuðu í Eyjum á föstudagskvöld, í fyrstu tilraun sinni af þremur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við upplifðum mikið ranglæti í síðasta leik og ég veit ekki hvort að það sitji ennþá í okkur. Það finnst mér nú frekar fáránlegt, því í dag var ekkert svoleiðis. Við vorum bara sjálfum okkur verstir og Haukarnir unnu verðskuldað því þeir voru betri. Við þurfum að kíkja á það, og hvernig við frelsumst frá þessum leiðindum og finnum gleðina á ný,“ sagði Rúnar. Spurður út í markvörsluna hjá ÍBV, en markverðir liðsins vörðu varla skot í fyrri hálfleik í kvöld og enduðu með 13 varin skot gegn 22 hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni, svaraði Rúnar: „Þetta er risaatriði. Markverðirnir okkar voru ekki með í dag, og nánast ekki í síðasta leik heldur. Það er það sem er búið að vera erfitt hjá okkur í vetur. Þegar við komumst á gott „run“ þá voru markverðirnir með okkur. Að sama skapi er Aron að standa sig vel hinu megin. Það er mikið ójafnvægi þar, sem er krefjandi, og við verðum að fá Pavel eða Petar í gang ef við ætlum að spila til sigurs á iðvikudaginn. Þar verða menn að sækja eitthvað sem þú finnur ekkert á æfingagólfinu. Sækja í það sem er búið að leggja inn nú þegar. Trúna og allt þetta. Láta vaða. Hausinn er þinn versti óvinur í svona leikjum.“
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira