Sofnaði þegar Fjallið sprengdi á honum hausinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 12:56 Atriðið hjá Hafþóri og Pedro Pascal er eitt af þeim minnisstæðustu í þáttunum. Getty Leikarinn Pedro Pascal segist hafa sofnað við tökur á hinu þekkta dauðaatriði sínu í Krúnuleikunum (Game of Thrones). Í atriðinu sprengi Hafþór Júlíus Björnsson, sem Fjallið, á honum höfuðið. Áður en Pascal sigraði heiminn í þáttunum The Mandalorian og The Last of Us var hann fyrst og fremst frægur fyrir dauðaatriði sitt úr Krúnuleikunum. Í þáttunum lék hann Oberyn Martell, bróðir prinsins af Dorne, sem átti í útistöðum við Lannister ættina. Í lok fjórðu seríu, árið 2014, barðist hann í einvígi við Gregor Clegane eða Fjallið, leiknum af Hafþóri Júlíusi, sem hafði hann undir með áðurnefndum afleiðingum. „Það var svo heitt þegar við tókum þetta atriði upp,“ sagði Pascal í Youtube þættinum Hot Ones í umsjá Sean Evans. „Hann var yfir mér með þumlana í augunum á mér og var með rör upp handlegginn sem pumpaði köldu blóði á mig.“ Segir hann Hafþór Júlíus hafa verið mjög blíðan og að gerviblóðið hafi verið afar kælandi. „Ég féll í djúpan svefn,“ sagði Pascal. Fékk augnsýkingar frá aðdáendum Atriðið fræga skapaði Pascal hins vegar ekki aðeins mikla frægð heldur líka augnsýkingar. Segist hann hafa asnast til þess að leyfa aðdáendum að pota í augun á sér. „Ég man eftir því að vegna þess hvernig persónan mín dó í Krúnuleikunum að aðdáendur vildu endilega taka sjálfur með mér þar sem þeir voru að pota í augun á mér,“ sagði Pascal. „Ég var svo hamingjusamur með hversu vinsæl persónan mín var að ég leyfði þeim að gera það. Svo fékk ég svolitla augnsýkingu.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira
Áður en Pascal sigraði heiminn í þáttunum The Mandalorian og The Last of Us var hann fyrst og fremst frægur fyrir dauðaatriði sitt úr Krúnuleikunum. Í þáttunum lék hann Oberyn Martell, bróðir prinsins af Dorne, sem átti í útistöðum við Lannister ættina. Í lok fjórðu seríu, árið 2014, barðist hann í einvígi við Gregor Clegane eða Fjallið, leiknum af Hafþóri Júlíusi, sem hafði hann undir með áðurnefndum afleiðingum. „Það var svo heitt þegar við tókum þetta atriði upp,“ sagði Pascal í Youtube þættinum Hot Ones í umsjá Sean Evans. „Hann var yfir mér með þumlana í augunum á mér og var með rör upp handlegginn sem pumpaði köldu blóði á mig.“ Segir hann Hafþór Júlíus hafa verið mjög blíðan og að gerviblóðið hafi verið afar kælandi. „Ég féll í djúpan svefn,“ sagði Pascal. Fékk augnsýkingar frá aðdáendum Atriðið fræga skapaði Pascal hins vegar ekki aðeins mikla frægð heldur líka augnsýkingar. Segist hann hafa asnast til þess að leyfa aðdáendum að pota í augun á sér. „Ég man eftir því að vegna þess hvernig persónan mín dó í Krúnuleikunum að aðdáendur vildu endilega taka sjálfur með mér þar sem þeir voru að pota í augun á mér,“ sagði Pascal. „Ég var svo hamingjusamur með hversu vinsæl persónan mín var að ég leyfði þeim að gera það. Svo fékk ég svolitla augnsýkingu.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira