„Stoltari af því að skila af mér góðum leikmönnum frekar en bikurum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 08:46 Erlingur Birgir Richardsson kallar á sína menn i úrslitaeinvíginu á móti Haukum. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Birgir Richardsson stýrir ÍBV í síðasta sinn í kvöld þegar liðið mætir Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV er á heimavelli í kvöld en þetta verður þriðji leikurinn í röð þar sem liðið getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sem kom síðast til Vestmannaeyja árið 2018. Erlingur Birgir gerir ekki of mikið úr mikilvægi þess fyrir sig að enda þjálfaraferil sinn hjá ÍBV með Íslandsmeistaratitli sem hann vann á sínum tíma sem þjálfari HK. Nú er hann hins vegar að þjálfa uppeldisfélagið. „Auðvitað væri gaman að enda þetta á bikar en þetta snýst ekki alltaf um það að mínu mati. Þegar ég horfi til baka þá er ég stoltari af því að skila af mér góðum leikmönnum, frekar en bikurum. Ég lít frekar á leikmennina sem bikara, frekar en úrslit í ákveðnum leikjum, en það væri vissulega gaman að enda þetta á Íslandsmeistaratitli,“ sagði Erlingur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Fyrir mér snýst þjálfun, sérstaklega hérna á Íslandi, um það að búa til góða leikmenn og mér finnst okkur hafa tekist vel til með það. Við höfum verið að gefa mörgum ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri og fyrir mér er hlutverk þjálfarans fyrst og fremst að búa til góða leikmenn,“ sagði Erlingur. Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun frá Eyjum hefst klukkan 18.00 og það verður mikið um dýrðir enda verður húsið troðfullt og mikill áhugi á leiknum. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
ÍBV er á heimavelli í kvöld en þetta verður þriðji leikurinn í röð þar sem liðið getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn sem kom síðast til Vestmannaeyja árið 2018. Erlingur Birgir gerir ekki of mikið úr mikilvægi þess fyrir sig að enda þjálfaraferil sinn hjá ÍBV með Íslandsmeistaratitli sem hann vann á sínum tíma sem þjálfari HK. Nú er hann hins vegar að þjálfa uppeldisfélagið. „Auðvitað væri gaman að enda þetta á bikar en þetta snýst ekki alltaf um það að mínu mati. Þegar ég horfi til baka þá er ég stoltari af því að skila af mér góðum leikmönnum, frekar en bikurum. Ég lít frekar á leikmennina sem bikara, frekar en úrslit í ákveðnum leikjum, en það væri vissulega gaman að enda þetta á Íslandsmeistaratitli,“ sagði Erlingur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Fyrir mér snýst þjálfun, sérstaklega hérna á Íslandi, um það að búa til góða leikmenn og mér finnst okkur hafa tekist vel til með það. Við höfum verið að gefa mörgum ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri og fyrir mér er hlutverk þjálfarans fyrst og fremst að búa til góða leikmenn,“ sagði Erlingur. Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun frá Eyjum hefst klukkan 18.00 og það verður mikið um dýrðir enda verður húsið troðfullt og mikill áhugi á leiknum.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira