Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 07:20 Snorri Steinn Guðjónsson og Guðmundur B. Ólafsson skrifa undir samning þess efnis að Snorri stýri íslenska landsliðinu næstu þrjú ár. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. Hundrað dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar hélt HSÍ blaðamannafund í gær til að kynna Snorra til leiks. Í millitíðinni spilaði íslenska landsliðið fjóra síðustu leiki sína í undankeppni EM og náði að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli, og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn. Ísland dróst svo í riðil með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og verður það fyrsta stóra verkefni Snorra að koma Íslandi upp úr þessum riðli, á EM í Þýskalandi í janúar. Vildu losa sig strax við tímapressu En af hverju tók þjálfaraleitin hundrað daga? „Eins og ég hef komið inn á þá ákváðum við strax að losa okkur við alla tímapressu, með því að fá aðstoðarmennina [Guðmundar Guðmundssonar] til að klára þau verkefni sem voru eftir. Til þess í rauninni að geta sett niður hvernig við sáum starfið fyrir okkur, hvernig karakter við vildum fá í það, og hvaða möguleikar væru í boði. Í svona ferli, og þegar maður er í sjálfu sér ekki beint að flýta sér, þá kemur alltaf eitthvað upp sem þarf að skoða og tekur tíma. Við vorum bara ekkert að flýta okkur,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Formaður HSÍ ræddi um þjálfaraleitina Formlegar viðræður við Snorra virtust hafa tekið ansi langan tíma, en var erfitt að ná samkomulagi? „Nei, nei. Það er bara alltaf þannig í viðræðum að menn vilja koma sínu að. Við tókum svo þá umræðu og skildum sáttir.“ Arnór mjög spenntur Arnór Atlason var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann tekur einnig við sem aðalþjálfari hjá danska liðinu Team Tvis Holstebro í sumar, en fram að því er hann aðstoðarþjálfari Aalborg og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur. „Hann sýndi þessu strax áhuga. Þegar við vorum búnir að ná samkomulagi við Snorra þá fórum við að horfa í teymið sem slíkt, og það var okkar ákvörðun að bíða þar til við gætum kynnt teymið. Við vildum gera það í einu lagi. Arnór var mjög spenntur en hann er að taka við nýju liði í Danmörku og það tók svolítinn tíma að fínpússa að hann gæti gert þetta, en það stóð alls ekki á honum. Hann var mjög spenntur,“ sagði Guðmundur. Fyrsta stóra verkefni Snorra verður EM í Þýskalandi í janúar en Ísland náði 6. sæti á síðasta Evrópumóti.EPA-EFE/Tamas Kovacs Geti keppt um verðlaun inn á milli En hverjar verða kröfurnar á nýja þjálfarateymið? „Við teljum okkur vera á miðri vegferð. Við erum ekki að fara í að byggja upp eitthvað lið. Við teljum að við séum með menn á góðum aldri í liðinu og höfum rætt það saman að okkar markmið sé svona að vera í topp átta. Til að vinna til verðlauna þarf margt að ganga upp. Við þurfum að vera heppnir með lið í riðli, allir þurfa að vera heilir og svona. Það er ekki raunhæft að keppa um verðlaun á hverju móti en við eigum að geta gert það inn á milli.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. 1. júní 2023 13:39 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Hundrað dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar hélt HSÍ blaðamannafund í gær til að kynna Snorra til leiks. Í millitíðinni spilaði íslenska landsliðið fjóra síðustu leiki sína í undankeppni EM og náði að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli, og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn. Ísland dróst svo í riðil með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og verður það fyrsta stóra verkefni Snorra að koma Íslandi upp úr þessum riðli, á EM í Þýskalandi í janúar. Vildu losa sig strax við tímapressu En af hverju tók þjálfaraleitin hundrað daga? „Eins og ég hef komið inn á þá ákváðum við strax að losa okkur við alla tímapressu, með því að fá aðstoðarmennina [Guðmundar Guðmundssonar] til að klára þau verkefni sem voru eftir. Til þess í rauninni að geta sett niður hvernig við sáum starfið fyrir okkur, hvernig karakter við vildum fá í það, og hvaða möguleikar væru í boði. Í svona ferli, og þegar maður er í sjálfu sér ekki beint að flýta sér, þá kemur alltaf eitthvað upp sem þarf að skoða og tekur tíma. Við vorum bara ekkert að flýta okkur,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Formaður HSÍ ræddi um þjálfaraleitina Formlegar viðræður við Snorra virtust hafa tekið ansi langan tíma, en var erfitt að ná samkomulagi? „Nei, nei. Það er bara alltaf þannig í viðræðum að menn vilja koma sínu að. Við tókum svo þá umræðu og skildum sáttir.“ Arnór mjög spenntur Arnór Atlason var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann tekur einnig við sem aðalþjálfari hjá danska liðinu Team Tvis Holstebro í sumar, en fram að því er hann aðstoðarþjálfari Aalborg og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur. „Hann sýndi þessu strax áhuga. Þegar við vorum búnir að ná samkomulagi við Snorra þá fórum við að horfa í teymið sem slíkt, og það var okkar ákvörðun að bíða þar til við gætum kynnt teymið. Við vildum gera það í einu lagi. Arnór var mjög spenntur en hann er að taka við nýju liði í Danmörku og það tók svolítinn tíma að fínpússa að hann gæti gert þetta, en það stóð alls ekki á honum. Hann var mjög spenntur,“ sagði Guðmundur. Fyrsta stóra verkefni Snorra verður EM í Þýskalandi í janúar en Ísland náði 6. sæti á síðasta Evrópumóti.EPA-EFE/Tamas Kovacs Geti keppt um verðlaun inn á milli En hverjar verða kröfurnar á nýja þjálfarateymið? „Við teljum okkur vera á miðri vegferð. Við erum ekki að fara í að byggja upp eitthvað lið. Við teljum að við séum með menn á góðum aldri í liðinu og höfum rætt það saman að okkar markmið sé svona að vera í topp átta. Til að vinna til verðlauna þarf margt að ganga upp. Við þurfum að vera heppnir með lið í riðli, allir þurfa að vera heilir og svona. Það er ekki raunhæft að keppa um verðlaun á hverju móti en við eigum að geta gert það inn á milli.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. 1. júní 2023 13:39 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
„Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. 1. júní 2023 13:39
Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00