„Það verða margir með Jónsdóttir á bakinu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 22:00 Sveindís Jane Jónsdóttir með góðum hópi fólks sem studdi við bakið á henni á Emirates-leikvanginum í Lundúnum þegar Wolfsburg sló Arsenal út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Stór hópur Íslendinga er mættur til Hollands til þess að styðja sérstaklega við bakið á Sveindísi Jane Jónsdóttur þegar Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á morgun. Leikurinn fer fram í Eindhoven og er löngu orðið uppselt, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Sveindís er þó með báða fætur á jörðinni en fagnar því að fá góðan stuðning síns fólks, rétt eins og þegar hún átti stóran þátt í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Það eru mjög margir að koma frá Íslandi. Ég er mjög ánægð að geta sagt að það koma 30-40 manns sem tengjast mér, vinir og fjölskylda. Mér finnst það geggjað að ég fái þennan stuðning,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Vísir fékk þessa mynd frá tengdamóður Sveindísar, Guðjónínu Sæmundsdóttur, senda frá Hollandi en alls verða 30-40 Íslendingar á leiknum sérstaklega til að styðja Sveindísi. Í íslenska hópnum eru meðal annars mamma og pabbi Sveindísar, bróðir hennar, kærasti og tengdafjölskylda, auk vina. „Þetta er bara geggjað. Geggjaður stuðningur og það verða nokkuð margir með „Jónsdóttir“ á bakinu í stúkunni,“ segir Sveindís brosmild. Sveindís Jane á flugi í leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hún er þó með báða fætur á jörðinni fyrir úrslitaleikinn á morgun.Getty Þrátt fyrir að vera rétt að verða 22 ára gömul hefur Sveindís þegar marga fjöruna sopið og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að spila til úrslita í sterkustu félagsliðakeppni í heimi. Á leiðinni í úrslitaleikinn skoraði hún og lagði upp mark gegn Arsenal í undanúrslitunum og heillaði þjálfara enska félagsins. „Það yrði náttúrulega klikkað“ Sveindís á því svo sannarlega heima á stærsta sviðinu, sem hún verður nú önnur íslenskra knattspyrnukvenna til að spila á, á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, þrátt fyrir ungan aldur. „Mér finnst ég ekkert vera það ung lengur. Þetta er bara geggjað og vonandi fæ ég þá bara að gera þetta oftar. Ég hugsa þetta þannig frekar, að þetta sé í fyrsta sinn en ekki síðasta [sem ég spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu]. Ég vil hugsa um þetta sem venjulegan leik og ekki pæla í því hversu stór hann er, en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það stærsta sem þú getur tekið þátt í og mér finnst það geggjað gaman,“ segir Sveindís. En hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að vinna keppnina? „Það yrði náttúrulega klikkað. Það voru allir ofboðslega ánægðir með að við skulum vera komnar í úrslitaleikinn en mér finnst betra að hugsa um að við getum unnið Meistaradeildina, ekki það að við séum búnar að vinna okkur eitthvað inn. Við eigum enn eftir að vinna úrslitaleikinn og höfum ekkert unnið fyrr en við gerum það. Mig langar bara að vinna þennan leik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Leikurinn fer fram í Eindhoven og er löngu orðið uppselt, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Sveindís er þó með báða fætur á jörðinni en fagnar því að fá góðan stuðning síns fólks, rétt eins og þegar hún átti stóran þátt í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Það eru mjög margir að koma frá Íslandi. Ég er mjög ánægð að geta sagt að það koma 30-40 manns sem tengjast mér, vinir og fjölskylda. Mér finnst það geggjað að ég fái þennan stuðning,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Vísir fékk þessa mynd frá tengdamóður Sveindísar, Guðjónínu Sæmundsdóttur, senda frá Hollandi en alls verða 30-40 Íslendingar á leiknum sérstaklega til að styðja Sveindísi. Í íslenska hópnum eru meðal annars mamma og pabbi Sveindísar, bróðir hennar, kærasti og tengdafjölskylda, auk vina. „Þetta er bara geggjað. Geggjaður stuðningur og það verða nokkuð margir með „Jónsdóttir“ á bakinu í stúkunni,“ segir Sveindís brosmild. Sveindís Jane á flugi í leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hún er þó með báða fætur á jörðinni fyrir úrslitaleikinn á morgun.Getty Þrátt fyrir að vera rétt að verða 22 ára gömul hefur Sveindís þegar marga fjöruna sopið og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að spila til úrslita í sterkustu félagsliðakeppni í heimi. Á leiðinni í úrslitaleikinn skoraði hún og lagði upp mark gegn Arsenal í undanúrslitunum og heillaði þjálfara enska félagsins. „Það yrði náttúrulega klikkað“ Sveindís á því svo sannarlega heima á stærsta sviðinu, sem hún verður nú önnur íslenskra knattspyrnukvenna til að spila á, á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, þrátt fyrir ungan aldur. „Mér finnst ég ekkert vera það ung lengur. Þetta er bara geggjað og vonandi fæ ég þá bara að gera þetta oftar. Ég hugsa þetta þannig frekar, að þetta sé í fyrsta sinn en ekki síðasta [sem ég spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu]. Ég vil hugsa um þetta sem venjulegan leik og ekki pæla í því hversu stór hann er, en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það stærsta sem þú getur tekið þátt í og mér finnst það geggjað gaman,“ segir Sveindís. En hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að vinna keppnina? „Það yrði náttúrulega klikkað. Það voru allir ofboðslega ánægðir með að við skulum vera komnar í úrslitaleikinn en mér finnst betra að hugsa um að við getum unnið Meistaradeildina, ekki það að við séum búnar að vinna okkur eitthvað inn. Við eigum enn eftir að vinna úrslitaleikinn og höfum ekkert unnið fyrr en við gerum það. Mig langar bara að vinna þennan leik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira