Hneyksluð vegna árása að Taylor Atli Arason skrifar 2. júní 2023 17:44 Anthony Taylor ásamt öryggisvörðum á flugvellinum í Budapest. Twitter PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á milli Roma og Sevilla á miðvikudaginn síðastliðinn. Roma tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en bæði leikmannahópur og stuðningsmenn Roma voru verulega ósáttir við frammistöðu Taylor í leiknum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var manna fyrstur að láta Taylor heyra það í bílakjallara á Puskas vellinum í Budapest. Mourinho sparaði ekki F-orðið þegar hann lét Taylor vita hvað honum fannst. Á flugvellinum í Budapest í gær áreittu stuðningsmenn Roma dómarann sem þurfti að komast leiða sinna með aðstoð öryggisvarða á flugvallarins. Einn stuðningsmaður liðsins hefur í kjölfarið verið handtekinn en m.a. var hrækt og kastað stól í áttina að Taylor og fjölskyldu. Referee Anthony Taylor, getting attacked at the airport by Roma fans.This is absolutely disgusting to see, wow! pic.twitter.com/q9g23LrBu3— Football Away Days (@FBAwayDays) June 1, 2023 Dómarasamtökin PMGOL gáfu í morgun út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum hneyksluð vegna þess óréttláta og ógeðfellda áreiti í garð Anthony og fjölskyldu hans þegar hann ferðast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum veita honum og fjölskyldu hans okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu PMGOL. PGMOL statement on Anthony Taylor: "We are appalled at the unjustified and abhorrent abuse directed at Anthony and his family as he tries to make his way home from refereeing the UEFA Europa League final. We will continue to provide our full support to Anthony and his family."— Tom Roddy (@TomRoddy_) June 1, 2023 UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig brugðist við málinu þar sem sambandið hvetur leikmenn, knattspyrnustjóra og stuðningsmenn til að koma fram við dómara af virðingu. Sambandið lofar að tryggja öryggi dómara betur og ætlar að rannsaka málið til hlítar. „UEFA er í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld og öryggisverði flugvallarins á Budapest. Við munum fara vandlega yfir málið og atvik þess og innleiða frekari öryggisgæslu í næstu viðburðum sambandsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu UEFA. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á milli Roma og Sevilla á miðvikudaginn síðastliðinn. Roma tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en bæði leikmannahópur og stuðningsmenn Roma voru verulega ósáttir við frammistöðu Taylor í leiknum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var manna fyrstur að láta Taylor heyra það í bílakjallara á Puskas vellinum í Budapest. Mourinho sparaði ekki F-orðið þegar hann lét Taylor vita hvað honum fannst. Á flugvellinum í Budapest í gær áreittu stuðningsmenn Roma dómarann sem þurfti að komast leiða sinna með aðstoð öryggisvarða á flugvallarins. Einn stuðningsmaður liðsins hefur í kjölfarið verið handtekinn en m.a. var hrækt og kastað stól í áttina að Taylor og fjölskyldu. Referee Anthony Taylor, getting attacked at the airport by Roma fans.This is absolutely disgusting to see, wow! pic.twitter.com/q9g23LrBu3— Football Away Days (@FBAwayDays) June 1, 2023 Dómarasamtökin PMGOL gáfu í morgun út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum hneyksluð vegna þess óréttláta og ógeðfellda áreiti í garð Anthony og fjölskyldu hans þegar hann ferðast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum veita honum og fjölskyldu hans okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu PMGOL. PGMOL statement on Anthony Taylor: "We are appalled at the unjustified and abhorrent abuse directed at Anthony and his family as he tries to make his way home from refereeing the UEFA Europa League final. We will continue to provide our full support to Anthony and his family."— Tom Roddy (@TomRoddy_) June 1, 2023 UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig brugðist við málinu þar sem sambandið hvetur leikmenn, knattspyrnustjóra og stuðningsmenn til að koma fram við dómara af virðingu. Sambandið lofar að tryggja öryggi dómara betur og ætlar að rannsaka málið til hlítar. „UEFA er í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld og öryggisverði flugvallarins á Budapest. Við munum fara vandlega yfir málið og atvik þess og innleiða frekari öryggisgæslu í næstu viðburðum sambandsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu UEFA.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30
Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31