Aðeins níu dagar eru síðan Zhang varð atvinnumaður í golfi og hún var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún vann nefnilega Mizuho Americas Open eftir að hafa haft betur gegn Jennifer Kupcho í bráðabana. Báðar léku þær á níu höggum undir pari á mótinu.
„Hvað er að gerast? Ég trúi þessu ekki,“ sagði Zhang sem fékk þátttökurétt á Mizuho Americas Open í gegnum styrktaraðila.
„Að verða atvinnumaður og koma hingað og vinna er bara æðislegt. Ég hef notið ferðalagsins,“ bætti við hin tvítuga Zhang við.
Hún fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn á mótinu á 18. holu en fékk skolla þar. Því réðust úrslitin í bráðabana þar sem Zhang varð hlutskarpari.
Zhang er fyrsta konan sem vinnur mót á frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni í 72 ár, eða síðan Beverly Hanson afrekaði það 1951.