Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 15:40 Coinbase er stærsti miðlari rafmynta sem er skráður í Bandaríkjunum. AP/Richard Drew Coinbase, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, er sakað um ólöglega starfsemi í kæru bandarískrar verðbréfaeftirlitsstofnunar. Sama stofnun stefndi Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, fyrir aragrúa brota og blekkinga í gær. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) sakar Coinbase um að starfa sem miðlari með rafmyntir án tilskilinna leyfa frá árinu 2019 í síðasta lagi. Þetta hafi gert fyrirtækinu kleift að komast undan eftirliti sem sé ætlað að vernda fjárfesta, þar á meðal fyrir fjársvikum og blekkingum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hlutabréf í Coinbase féllu um 15,9 prósent eftir að SEC lagði stefnuna fram í morgun. Fyrirtækið sakaði SEC um ógegnsæi í eftirliti sínu með rafmyntum, að sögn AP-fréttastofunnar. SEC hafði þó varað Coinbaise við því í mars að fyrirtækið gæti sætt kæru vegna þess að það teldi sig ekki þurfa að beygja sig undir bandarísk lög um verðbréf. Viðskiptavinir Binance, sem SEC kærði fyrir að ýkja magn viðskipta, misferli með fjármuni viðskiptavina og fleira í gær, hafa brugðist við með því að taka út innistæður sínar. Reuters segir að úttektir á rafmyntinni ethereum hafi verið 790 milljónir dollara umfram innrennsli hjá Binance og bandarísku dótturfélagi þess síðasta sólarhringinn. Það er jafnvirði meira en 112 milljarða íslenskra króna. Í stefnu SEC gegn Binance er fyrirtækið sakað um „blekkingavef“ sem var ætlað að koma fyrirtækinu í kringum bandarísk lög. Binance er skráð á Cayman-eyjum og bandarískir notendur áttu aðeins að geta notað þjónustu dótturfélagsins Binance US. Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) sakar Coinbase um að starfa sem miðlari með rafmyntir án tilskilinna leyfa frá árinu 2019 í síðasta lagi. Þetta hafi gert fyrirtækinu kleift að komast undan eftirliti sem sé ætlað að vernda fjárfesta, þar á meðal fyrir fjársvikum og blekkingum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hlutabréf í Coinbase féllu um 15,9 prósent eftir að SEC lagði stefnuna fram í morgun. Fyrirtækið sakaði SEC um ógegnsæi í eftirliti sínu með rafmyntum, að sögn AP-fréttastofunnar. SEC hafði þó varað Coinbaise við því í mars að fyrirtækið gæti sætt kæru vegna þess að það teldi sig ekki þurfa að beygja sig undir bandarísk lög um verðbréf. Viðskiptavinir Binance, sem SEC kærði fyrir að ýkja magn viðskipta, misferli með fjármuni viðskiptavina og fleira í gær, hafa brugðist við með því að taka út innistæður sínar. Reuters segir að úttektir á rafmyntinni ethereum hafi verið 790 milljónir dollara umfram innrennsli hjá Binance og bandarísku dótturfélagi þess síðasta sólarhringinn. Það er jafnvirði meira en 112 milljarða íslenskra króna. Í stefnu SEC gegn Binance er fyrirtækið sakað um „blekkingavef“ sem var ætlað að koma fyrirtækinu í kringum bandarísk lög. Binance er skráð á Cayman-eyjum og bandarískir notendur áttu aðeins að geta notað þjónustu dótturfélagsins Binance US.
Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58