Fullur völlur í fyrsta sinn í fjögur ár Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 15:30 Örfáum áhorfendum var leyft að mæta á stórleiki Íslands á Laugardalsvelli þegar strangar takmarkanir giltu vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að stórþjóðir í knattspyrnuheiminum hafi lagt leið sína á Laugardalsvöll síðustu ár þá hefur ekki verið uppselt á leik þar síðan árið 2019. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Í hádeginu seldist strax upp á leik Íslands og Portúgals sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní, í undankeppni EM. Enn er hins vegar fjöldi miða í boði á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því ljóst að stjörnurnar í portúgalska landsliðinu hafa ráðið úrslitum um það að strax yrði uppselt á seinni leikinn, enda mætir Portúgal með sitt sterkasta lið og þar á meðal kappa á borð við Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Rafael Leao, Bernardo Silva og Diogo Jota. Síðast varð uppselt á leik á Laugardalsvelli haustið 2019, þegar ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi í undankeppni EM. Olivier Giroud skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu, og í franska liðinu voru einnig stjörnur á borð við Antoine Griezmann, Kingsley Coman og Raphaël Varane, en Kylian Mbappé og Paul Pogba misstu af leiknum vegna meiðsla. Eftir leikinn við Frakka hafa íslensku A-landsliðin, karla og kvenna, spilað samtals tuttugu leiki á Laugardalsvelli án þess að það sé uppselt. Stór hluti þessara leikja var hins vegar spilaður á meðan að samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mynda voru áhorfendur bannaðir þegar England mætti í Dalinn 2020, í Þjóðadeild karla, og aðeins 3.600 miðar voru í boði á leikinn við Þýskaland í undankeppni HM, í september 2021. Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi og 4-0 gegn Þýskalandi. Mikilvægasti leikurinn á þessum tíma var þó leikurinn við Rúmeníu, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla, sem fram fór í október 2020. Aðeins sextíu vel valdir Tólfuliðar fengu að mæta á þann leik sem þó vannst, 2-1. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Sjá meira
Í hádeginu seldist strax upp á leik Íslands og Portúgals sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní, í undankeppni EM. Enn er hins vegar fjöldi miða í boði á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því ljóst að stjörnurnar í portúgalska landsliðinu hafa ráðið úrslitum um það að strax yrði uppselt á seinni leikinn, enda mætir Portúgal með sitt sterkasta lið og þar á meðal kappa á borð við Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Rafael Leao, Bernardo Silva og Diogo Jota. Síðast varð uppselt á leik á Laugardalsvelli haustið 2019, þegar ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi í undankeppni EM. Olivier Giroud skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu, og í franska liðinu voru einnig stjörnur á borð við Antoine Griezmann, Kingsley Coman og Raphaël Varane, en Kylian Mbappé og Paul Pogba misstu af leiknum vegna meiðsla. Eftir leikinn við Frakka hafa íslensku A-landsliðin, karla og kvenna, spilað samtals tuttugu leiki á Laugardalsvelli án þess að það sé uppselt. Stór hluti þessara leikja var hins vegar spilaður á meðan að samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mynda voru áhorfendur bannaðir þegar England mætti í Dalinn 2020, í Þjóðadeild karla, og aðeins 3.600 miðar voru í boði á leikinn við Þýskaland í undankeppni HM, í september 2021. Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi og 4-0 gegn Þýskalandi. Mikilvægasti leikurinn á þessum tíma var þó leikurinn við Rúmeníu, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla, sem fram fór í október 2020. Aðeins sextíu vel valdir Tólfuliðar fengu að mæta á þann leik sem þó vannst, 2-1.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Sjá meira