Greint var frá þessu á Twitter-síðu KSÍ nú fyrir skömmu en Mikael meiddist í leik með AGF í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar um helgina.
Mikael á að baki 20 landsleiki fyrir A-landslið Íslands og hefur skorað í þeim tvö mörk. Leikirnir gegn Slóvakíu þann 17. júni og Portúgal þremur dögum síðar verða fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn hins norska Åge Hareide sem tók við liðinu í kjölfar þess að Arnari Þór Viðarssyni var sagt upp.
Mikael Neville Anderson er meiddur og getur ekki verið með A landsliði karla í komandi leikjum í undankeppni EM 2024. Góðan bata Mikael ! #AfturáEM pic.twitter.com/rd8iULE4ZU
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2023