Í Hopp-appi er kominn valmöguleiki fyrir það að panta leigubíl. „Við erum komin í loftið,“ tilkynnir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp á Instagram.

Kostar ferðin frá Suðurlandsbraut að Hofsvallagötu í Vesturbæ, klukkan 23:03, 3.599 krónur. 2.345 krónur kostar ferðin ef bíl er deilt með öðrum.
Til Selfoss kostar ferðin á sama tíma tæpar 23 þúsund krónur, en 13.474 krónur ef bíl er deilt með öðrum. Nokkur munur virðist á kostnaði eftir því hvenær dags bíll er pantaður.


Tilkynnt var um leigubifreiðaakstur Hopp þann 1. apríl síðastliðinn, sama dag og ný lög um leigubílarekstur tóku gildi. Lagabreytingin og áform hopp fóru vægast sagt öfugt ofan í leigubílstjóra og segir formaður þeirra að breytingin muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum.
Frétt Stöðvar 2 um innreið Hopp á markaðinn: