„Ég átti kannski frekar von á því að vera valin efnilegust en ekki hinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2023 10:30 Elín Klara Þorkelsdóttir og Rúnar Kárason voru valin best í Olís-deildunum í handbolta tímabilið 2022-23. hsí Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir var valin best og efnilegust á lokahófi HSÍ í gær. Hún ætlar að spila með Haukum á næsta tímabili og reyna síðan að komast í atvinnumennsku erlendis. „Þetta er mikill heiður. Tímabilið var heilt yfir nokkuð gott,“ sagði Elín í samtali við Vísi eftir lokahófið. En átti hún von á því að fá bæði verðlaunin? „Nei, ég átti kannski frekar von á því að vera valin efnilegust en ekki hinu. En þetta er geggjað,“ svaraði Elín. Hún og stöllur hennar í Haukum áttu frábæra úrslitakeppni þar sem þær töpuðu á endanum fyrir ÍBV í oddaleik í undanúrslitum. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Loksins small liðið saman. Það gerði rosalega mikið fyrir okkur að fá þessa úrslitakeppni og það gekk vonum framar í henni. Þetta var eiginlega bara stórkostlegt,“ sagði Elín sem verður áfram í Haukum. „Ég ætla að fara í Háskólann í Reykjavík næsta vetur og tek allavega eitt tímabil hérna heima í viðbót með Haukunum og svo sé ég bara hvað gerist.“ Elínu dreymir um að spila sem atvinnumaður erlendis. „Ég ætla klárlega að fara út. Ég veit ekki alveg hvenær en það kemur að því.“ Hún ætlar sér stóra hluti með Haukum á næsta tímabili. „Við ætlum að byggja ofan á þetta tímabil. Við stóðum okkur vel í úrslitakeppninni. Markmiðið næsta vetur er að vera ofar í deildinni og fara enn lengra í úrslitakeppninni. Ég ætla líka að byggja ofan á það sem ég hef verið að gera og halda áfram að þróa minn leik,“ sagði Elín að endingu. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
„Þetta er mikill heiður. Tímabilið var heilt yfir nokkuð gott,“ sagði Elín í samtali við Vísi eftir lokahófið. En átti hún von á því að fá bæði verðlaunin? „Nei, ég átti kannski frekar von á því að vera valin efnilegust en ekki hinu. En þetta er geggjað,“ svaraði Elín. Hún og stöllur hennar í Haukum áttu frábæra úrslitakeppni þar sem þær töpuðu á endanum fyrir ÍBV í oddaleik í undanúrslitum. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Loksins small liðið saman. Það gerði rosalega mikið fyrir okkur að fá þessa úrslitakeppni og það gekk vonum framar í henni. Þetta var eiginlega bara stórkostlegt,“ sagði Elín sem verður áfram í Haukum. „Ég ætla að fara í Háskólann í Reykjavík næsta vetur og tek allavega eitt tímabil hérna heima í viðbót með Haukunum og svo sé ég bara hvað gerist.“ Elínu dreymir um að spila sem atvinnumaður erlendis. „Ég ætla klárlega að fara út. Ég veit ekki alveg hvenær en það kemur að því.“ Hún ætlar sér stóra hluti með Haukum á næsta tímabili. „Við ætlum að byggja ofan á þetta tímabil. Við stóðum okkur vel í úrslitakeppninni. Markmiðið næsta vetur er að vera ofar í deildinni og fara enn lengra í úrslitakeppninni. Ég ætla líka að byggja ofan á það sem ég hef verið að gera og halda áfram að þróa minn leik,“ sagði Elín að endingu.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira