Guðni fagnaði með Grænlandi eftir gleðióp Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 09:59 Grænlendingar studdu vel við sitt lið þegar það tryggði sér sæti á HM í gær. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem samgleðjast Grænlendingum eftir að Grænland vann sig í gær inn á sjálft heimsmeistaramótið í handbolta kvenna. Grænland tryggði sér HM-farseðilinn fyrir framan troðfulla höll í Nuuk í gær með því að vinna sigur gegn Kanada í spennuleik, 17-15. Guðni deildi myndbandi á Twitter af lokaandartökum leiksins þar sem lýsendur misstu sig gjörsamlega í sigurvímu þegar Grænland skoraði lokamark leiksins og tryggði sér endanlega sigur. Big congrats to Greenland on their 17-15 victory against Canada in Nuuk, securing a place in the 2023 IHF Women's World Championships in handball. Those genuine screams of joy make it impossible not to cheer for #Greenland Til hamingju! Pilluaritsi! pic.twitter.com/aBIZdvlzeJ— President of Iceland (@PresidentISL) June 11, 2023 „Miklar hamingjuóskir til Grænlands með 17-15 sigurinn gegn Kanada í Nuuk, sem tryggði því sæti á HM kvenna í handbolta 2023. Þessi einlægu gleðióp gera það ómögulegt að fagna ekki Grænlandi. Til hamingju! PIlluaritsi!“ skrifaði Guðni á Twitter í gærkvöld. Ekki er ljóst hver viðbrögð eiginkonu hans, Elizu Reid sem er frá Kanada, voru. Ivalu Bjerge var markahæst Grænlands með 7 mörk og Josefine Gadgaard skoraði 6. Þetta verður í annað sinn í sögunni sem að Grænland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið var í fyrsta sinn með á HM 2001 og endaði þá í 24. og neðsta sæti. Svo gæti farið að Ísland verði einnig með á HM, þrátt fyrir tapið gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á mótinu. HSÍ sótti nefnilega um að fá annað af tveimur boðssætum sem alþjóða handknattleikssambandið heldur enn lausum. Búast má við ákvörðun á næstunni, eða í síðasta lagi í júlí, um það hvaða tvær þjóðir fá síðustu sætin á HM. Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, frá 29. nóvember til 17. desember. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Grænland tryggði sér HM-farseðilinn fyrir framan troðfulla höll í Nuuk í gær með því að vinna sigur gegn Kanada í spennuleik, 17-15. Guðni deildi myndbandi á Twitter af lokaandartökum leiksins þar sem lýsendur misstu sig gjörsamlega í sigurvímu þegar Grænland skoraði lokamark leiksins og tryggði sér endanlega sigur. Big congrats to Greenland on their 17-15 victory against Canada in Nuuk, securing a place in the 2023 IHF Women's World Championships in handball. Those genuine screams of joy make it impossible not to cheer for #Greenland Til hamingju! Pilluaritsi! pic.twitter.com/aBIZdvlzeJ— President of Iceland (@PresidentISL) June 11, 2023 „Miklar hamingjuóskir til Grænlands með 17-15 sigurinn gegn Kanada í Nuuk, sem tryggði því sæti á HM kvenna í handbolta 2023. Þessi einlægu gleðióp gera það ómögulegt að fagna ekki Grænlandi. Til hamingju! PIlluaritsi!“ skrifaði Guðni á Twitter í gærkvöld. Ekki er ljóst hver viðbrögð eiginkonu hans, Elizu Reid sem er frá Kanada, voru. Ivalu Bjerge var markahæst Grænlands með 7 mörk og Josefine Gadgaard skoraði 6. Þetta verður í annað sinn í sögunni sem að Grænland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið var í fyrsta sinn með á HM 2001 og endaði þá í 24. og neðsta sæti. Svo gæti farið að Ísland verði einnig með á HM, þrátt fyrir tapið gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á mótinu. HSÍ sótti nefnilega um að fá annað af tveimur boðssætum sem alþjóða handknattleikssambandið heldur enn lausum. Búast má við ákvörðun á næstunni, eða í síðasta lagi í júlí, um það hvaða tvær þjóðir fá síðustu sætin á HM. Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, frá 29. nóvember til 17. desember.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira