Fyrsta lagið frá Sigur Rós í ár og daga Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júní 2023 14:48 Meðlimir Sigur Rósar, Georg Hólm, Kjartan Sveinsson og Jónsi, með krosslagðar hendur. Sigur Rós Sigur Rós sendir frá sér smáskífuna „Blóðberg“ í dag, fyrsta lagið frá hljómsveitinni í sjö ár. Lagið verður á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Átta, sem kemur út 16. júní. Sama dag fer hljómsveitin á tónleikaferðalag um Evrópu og Norður Ameríku. Lagið er langt og tilþrifamikið, rúmar sjö mínútur, en The London Contemporary Orchestra spilar inn á lagið undir stjórn Robert Ames. Tónlistarmyndbandið við lagið er enn lengra, eða tæpar tíu mínútur. Leikstjóri þess er hinn sænski Johan Renck, sem leikstýrði HBO-seríunni Chernobyl og hefur leikstýrt fjölda tónlistarmyndbanda í gegnum tíðina, þar á meðal fyrir Madonnu, David Bowie, Robbie Williams, Robyn og Beyoncé. „Ég hef níhilíska sýn á framtíðina. Við erum algjörlega vanmáttug gagnvart okkar eigin heimsku. Sumar hliðar þessara sjónarmiða fléttuðust saman við upplifun mína á þemum Blóðbergs. Tónlistin varð að undirleik minna eigin vesælu hugsana, en litaði þær fegurð eins og tónlistinni einni er máttur til,“ sagði Renck um myndbandið. Á föstudaginn fer hljómsveitin af stað í tónleikaferðalag um Evrópu og Norður Ameríku sem þegar er uppselt á. Ferðalagið hefst á Meltdown festivalinu með tónleikum í Royal Festival Hall í London. Sama dag hyggst hljómsveitin gefa út plötuna Átta, þá fyrstu frá hljómsveitinni síðan Kveikur kom út 2013. Tónlist Sigur Rós Tengdar fréttir Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi. 26. nóvember 2022 16:17 Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið er langt og tilþrifamikið, rúmar sjö mínútur, en The London Contemporary Orchestra spilar inn á lagið undir stjórn Robert Ames. Tónlistarmyndbandið við lagið er enn lengra, eða tæpar tíu mínútur. Leikstjóri þess er hinn sænski Johan Renck, sem leikstýrði HBO-seríunni Chernobyl og hefur leikstýrt fjölda tónlistarmyndbanda í gegnum tíðina, þar á meðal fyrir Madonnu, David Bowie, Robbie Williams, Robyn og Beyoncé. „Ég hef níhilíska sýn á framtíðina. Við erum algjörlega vanmáttug gagnvart okkar eigin heimsku. Sumar hliðar þessara sjónarmiða fléttuðust saman við upplifun mína á þemum Blóðbergs. Tónlistin varð að undirleik minna eigin vesælu hugsana, en litaði þær fegurð eins og tónlistinni einni er máttur til,“ sagði Renck um myndbandið. Á föstudaginn fer hljómsveitin af stað í tónleikaferðalag um Evrópu og Norður Ameríku sem þegar er uppselt á. Ferðalagið hefst á Meltdown festivalinu með tónleikum í Royal Festival Hall í London. Sama dag hyggst hljómsveitin gefa út plötuna Átta, þá fyrstu frá hljómsveitinni síðan Kveikur kom út 2013.
Tónlist Sigur Rós Tengdar fréttir Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi. 26. nóvember 2022 16:17 Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi. 26. nóvember 2022 16:17
Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43