Sjáðu mörkin: Dýrðleg Birta, Fanndís skoraði eftir brjóstagjöf og sautján ára nýliði stakk Sif af Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 11:01 Keflvíkingar fagna mark í góðum sigri sínum gegn Þrótti í Laugardalnum í gær. vísir/Anton FH blandaði sér í baráttuna í efsta hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta í gær með frábærum sigri á Stjörnunni, og Keflavík vann óvæntan sigur í Laugardal þar sem rauða spjaldið fór á loft. Öll mörkin úr áttundu umferð má nú sjá á Vísi. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með afar öruggum 5-0 sigri á Tindastóli, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu og Fanndís Friðriksdóttir skoraði þremur mánuðum eftir að hafa fætt barn, eftir að hafa gefið barninu brjóst í hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði annað mark Vals í leiknum. Klippa: Mörk Vals gegn Tindastóli Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fagnaði með afar hófstilltum hætti þegar hún skoraði fyrir FH gegn sínu gamla félagi Stjörnunni, í 2-0 sigri nýliðanna sem halda áfram að koma á óvart. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði seinna markið strax á 12. mínútu og er FH nú fyrir ofan Stjörnuna, í 4. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppnum. Klippa: Mörk FH gegn Stjörnunni Birta Georgsdóttir fékk sæti í byrjunarliði Breiðabliks og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði svo þriðja markið, í 3-0 sigri Blika sem eru þremur stigum frá toppnum. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍBV Keflavík vann 2-1 gegn Þrótti í Laugardal þar sem vendipunkturinn varð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði Þróttar, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, renndi sér á eftir Linli Tu og fékk rautt spjald. Tu skoraði svo beint úr aukaspyrnunni og Sandra Voitane bætti við öðru marki á 76. mínútu, áður en Ísabella Anna Húbertsdóttir náði að minnka muninn fyrir Þróttara með sinu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið í leik Þróttar og Keflavíkur Hin 17 ára gamla Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og kom Þór/KA yfir, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við fyrrverandi landsliðskonuna Sif Atladóttur. Sandra María Jessen bætti við marki á 14. mínútu og Tahnai Annis skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Þórs/KA gegn Selfossi Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með afar öruggum 5-0 sigri á Tindastóli, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu og Fanndís Friðriksdóttir skoraði þremur mánuðum eftir að hafa fætt barn, eftir að hafa gefið barninu brjóst í hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði annað mark Vals í leiknum. Klippa: Mörk Vals gegn Tindastóli Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fagnaði með afar hófstilltum hætti þegar hún skoraði fyrir FH gegn sínu gamla félagi Stjörnunni, í 2-0 sigri nýliðanna sem halda áfram að koma á óvart. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði seinna markið strax á 12. mínútu og er FH nú fyrir ofan Stjörnuna, í 4. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppnum. Klippa: Mörk FH gegn Stjörnunni Birta Georgsdóttir fékk sæti í byrjunarliði Breiðabliks og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði svo þriðja markið, í 3-0 sigri Blika sem eru þremur stigum frá toppnum. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍBV Keflavík vann 2-1 gegn Þrótti í Laugardal þar sem vendipunkturinn varð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði Þróttar, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, renndi sér á eftir Linli Tu og fékk rautt spjald. Tu skoraði svo beint úr aukaspyrnunni og Sandra Voitane bætti við öðru marki á 76. mínútu, áður en Ísabella Anna Húbertsdóttir náði að minnka muninn fyrir Þróttara með sinu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið í leik Þróttar og Keflavíkur Hin 17 ára gamla Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og kom Þór/KA yfir, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við fyrrverandi landsliðskonuna Sif Atladóttur. Sandra María Jessen bætti við marki á 14. mínútu og Tahnai Annis skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Þórs/KA gegn Selfossi Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki