Maður sem hljóp inn á völlinn kom í veg fyrir sæti í efstu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2023 12:01 Lucas Buades lenti illa í því þegar stuðningsmaður Bordeaux hljóp inn á völlinn. Vísir/Getty Franska knattspyrnuliðið Bordeaux missir af sæti í efstu deild eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn og hrinti markaskorara andstæðinga þeirra. Bordeaux tók á móti Rodez í lokaumferð frönsku B-deildarinnar þann 2. júní síðastliðinn. Bordeaux var í harðri baráttu við Metz um 2. sæti deildarinnar sem gefur sæti í efstu deild. Liðið þurfti að ná betri úrslitum úr leik sínum gegn Rodez en Metz gegn SC Bastia til að tryggja sér sæti í efstu deild. Á sama tíma þurfti Rodez á sigri að halda til að tryggja áframhaldandi veru í B-deildinni. Það voru gestirnir í Rodez sem tóku forystuna þegar Lucas Buades kom boltanum í netið á 22. mínútu leiksins. Eins og gefur að skilja tóku stuðningsmenn Bordeaux ekki sérlega vel í það og einhverjir virðast hafa gengið of langt í reiði sinni. Einn stuðningsmanna Bordeaux hljóp inn á völlinn og hrinti markasoraranum til jarðar. Buades var í kjölfarið borinn af velli á sjúkrabörum og dómari leiksins flautaði leikinn af og bar fyrir sig að leikmaðurinn hafi fengið heilahristing við árásina. Bordeaux have been denied promotion after a loss was awarded for this pitch invasion ❌The June 2 game was abandoned when Rodez scorer Lucas Buades was pushed over!The penalty means Bordeaux finish third, while Rodez avoid relegation.🎥: Stadito / TikTok#OptusSport pic.twitter.com/89S7yimY3i— Optus Sport (@OptusSport) June 13, 2023 Franska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að dæma Rodez 1-0 sigur í leiknum og liðið heldur því sæti sínu í B-deildinni á kostnað FC Annecy sem fellur í C-deildina. Það sem meira er, Bordeaux missir af sæti í frönsku úrvalsdeildinni og stig verður dregið af þeim fyrir næsta tímabil. Þá þarf félagið einnig að loka hluta stúkunnar á velli sínum í næstu fjórum leikjum. Forráðamenn Bordeaux hafa þó sagst ætla að áfrýja ákvörðuninni til frönsku Ólympíunefndarinnar. Franski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Bordeaux tók á móti Rodez í lokaumferð frönsku B-deildarinnar þann 2. júní síðastliðinn. Bordeaux var í harðri baráttu við Metz um 2. sæti deildarinnar sem gefur sæti í efstu deild. Liðið þurfti að ná betri úrslitum úr leik sínum gegn Rodez en Metz gegn SC Bastia til að tryggja sér sæti í efstu deild. Á sama tíma þurfti Rodez á sigri að halda til að tryggja áframhaldandi veru í B-deildinni. Það voru gestirnir í Rodez sem tóku forystuna þegar Lucas Buades kom boltanum í netið á 22. mínútu leiksins. Eins og gefur að skilja tóku stuðningsmenn Bordeaux ekki sérlega vel í það og einhverjir virðast hafa gengið of langt í reiði sinni. Einn stuðningsmanna Bordeaux hljóp inn á völlinn og hrinti markasoraranum til jarðar. Buades var í kjölfarið borinn af velli á sjúkrabörum og dómari leiksins flautaði leikinn af og bar fyrir sig að leikmaðurinn hafi fengið heilahristing við árásina. Bordeaux have been denied promotion after a loss was awarded for this pitch invasion ❌The June 2 game was abandoned when Rodez scorer Lucas Buades was pushed over!The penalty means Bordeaux finish third, while Rodez avoid relegation.🎥: Stadito / TikTok#OptusSport pic.twitter.com/89S7yimY3i— Optus Sport (@OptusSport) June 13, 2023 Franska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að dæma Rodez 1-0 sigur í leiknum og liðið heldur því sæti sínu í B-deildinni á kostnað FC Annecy sem fellur í C-deildina. Það sem meira er, Bordeaux missir af sæti í frönsku úrvalsdeildinni og stig verður dregið af þeim fyrir næsta tímabil. Þá þarf félagið einnig að loka hluta stúkunnar á velli sínum í næstu fjórum leikjum. Forráðamenn Bordeaux hafa þó sagst ætla að áfrýja ákvörðuninni til frönsku Ólympíunefndarinnar.
Franski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira