Sigurlaug Gissurardóttir vef -og verkefnastjóri Lyfju segir það veita starfsfólkinu ómælda ánægju að gefa verðandi og nýbökuðum foreldrum Vöggugjöf.
„Þetta eru með skemmtilegustu dögunum í verslunum Lyfju þegar foreldrar koma við hjá okkur og ná í gjöfina sína.“
Öllum verðandi eða nýbökuðum foreldrum býðst nú Vöggugjöf frá Lyfju. Um er að ræða ókeypis glaðning, ætlaður verðandi foreldrum og börnum að þriggja mánaða aldri. Gjöfin inniheldur vörur að verðmæti um 15.000 kr. en vörurnar eru sérvaldar og geta komið í góðar þarfir fyrir foreldra og börn.
Einfalt er að panta gjöfina í gegnum netverslun Lyfju og á voggugjof.is.

