Alfreð vill vera áfram hjá Lyngby en Arnór er á leiðinni frá Nörrköping og fer ekki aftur til Rússlands Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2023 20:15 Arnór Sigurðsson er á förum frá sínu liði en Alfreð vill vera kyrr. Vísir/einar Alfreð Finnbogason segist hafa lært mikið af því þegar hann vann síðast með Age Hareide fyrir rúmlega áratugi síðan. Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Age Hareide en Alfreð vann með Norðmanninum þegar hann var hjá Helsingborg árið 2012. „Við erum báðir rúmlega tíu árum eldri núna og við höfum báðir tekið okkar skref þar á milli. Ég hafði mjög góða reynslu af honum í Helsingborg. Hann kom inn og breytti strax öllu fyrir klúbbinn á þeim tíma og við fórum á svakalegt rönn þegar hann tók við. Það er bara vonandi að það verður það sama upp á teningnum hér. Það gekk bæði gríðarlega vel hjá liðinu og mér persónulega þegar hann tók við mér síðast. Hann er það reyndur og hann er að reyna koma fram einföldum skilaboðum inn í liðið og hefur núna viku til að gera okkur klára í þessa tvo leiki.“ Alfreð var á máli hjá danska félaginu Lyngby í vetur sem bjargaði sér á lygilegan hátt frá falli en liðið er undir stjórn Freys Alexanderssonar. Nett geðveikur „Þetta var í raun ótrúlegt. Við vorum sextán stigum frá öruggu sæti um jólin. Á sama tíma trúðu menn þarna og Freysi hélt hópnum gangandi allan tímann. Maður sá það þegar maður byrjaði aftur í janúar að það var gríðarlega hátt tempó og standard á öllu þó að þetta væri mjög óraunhæft á þeim tíma. Maður þurfti að vera nett geðveikur að trúa á þetta allan tímann.“ Hann segir vilja vera áfram hjá félaginu. „Það er vilji frá mér og klúbbnum að ég verði þarna eitt ár í viðbót og það mun vonandi hafast á næstunni.“ Framtíð landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar er einnig óljós en hann hefur verið á láni frá CSKA Moskva hjá Nörrköping í vetur. „Ég er samningslaus hjá Nörrköping en á enn þá eitt ár eftir af samningi út í Rússlandi. Eins og staðan er núna er óljóst hvað verður en vonandi fer það að skýrast á næstunni svo ég geti farið að einbeita mér að nýrri áskorun. Það eru litlar líkur á því að ég fari aftur til Rússlands,“ segir Arnór en hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsmennina tvo úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Age Hareide en Alfreð vann með Norðmanninum þegar hann var hjá Helsingborg árið 2012. „Við erum báðir rúmlega tíu árum eldri núna og við höfum báðir tekið okkar skref þar á milli. Ég hafði mjög góða reynslu af honum í Helsingborg. Hann kom inn og breytti strax öllu fyrir klúbbinn á þeim tíma og við fórum á svakalegt rönn þegar hann tók við. Það er bara vonandi að það verður það sama upp á teningnum hér. Það gekk bæði gríðarlega vel hjá liðinu og mér persónulega þegar hann tók við mér síðast. Hann er það reyndur og hann er að reyna koma fram einföldum skilaboðum inn í liðið og hefur núna viku til að gera okkur klára í þessa tvo leiki.“ Alfreð var á máli hjá danska félaginu Lyngby í vetur sem bjargaði sér á lygilegan hátt frá falli en liðið er undir stjórn Freys Alexanderssonar. Nett geðveikur „Þetta var í raun ótrúlegt. Við vorum sextán stigum frá öruggu sæti um jólin. Á sama tíma trúðu menn þarna og Freysi hélt hópnum gangandi allan tímann. Maður sá það þegar maður byrjaði aftur í janúar að það var gríðarlega hátt tempó og standard á öllu þó að þetta væri mjög óraunhæft á þeim tíma. Maður þurfti að vera nett geðveikur að trúa á þetta allan tímann.“ Hann segir vilja vera áfram hjá félaginu. „Það er vilji frá mér og klúbbnum að ég verði þarna eitt ár í viðbót og það mun vonandi hafast á næstunni.“ Framtíð landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar er einnig óljós en hann hefur verið á láni frá CSKA Moskva hjá Nörrköping í vetur. „Ég er samningslaus hjá Nörrköping en á enn þá eitt ár eftir af samningi út í Rússlandi. Eins og staðan er núna er óljóst hvað verður en vonandi fer það að skýrast á næstunni svo ég geti farið að einbeita mér að nýrri áskorun. Það eru litlar líkur á því að ég fari aftur til Rússlands,“ segir Arnór en hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsmennina tvo úr kvöldfréttum Stöðvar 2.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sjá meira