„Ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í“ Jón Már Ferro skrifar 15. júní 2023 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson er lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson fagnar aukinni stemningu í kringum landsliðið eftir erfið undanfarin ár. Hann er hluti af landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Burnley, félagslið Jóhanns, komst upp í ensku úrvaldsleildina á ný eftir að hafa unnið ensku Championship-deildin, næst efstu deild á Englandi. Á nýliðnu tímabili spilaði Jóhann á miðjunni en ekki á kantinum eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Åge Hareide ætlar að nota Jóhann inni á miðjunni í komandi landsleikjum. Vísir tók Jóhann tali á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og spurði hvort dagar hans á kantinum væru taldir. „Ég myndi nú ekki segja það. Það er gott að geta spilað báðar stöður. Það er ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í og hvaða stöðu ég spila hjá Burnley. Ég spilaði auðvitað mjög mikið á miðjunni hjá Burnley og mun gera það líka hér. Það verður bara gaman,“ segir Jóhann. Fríið sem leikmenn Burnley fá er styttra en gengur og gerist hjá liðum í ensku Úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins, Vincent Kompany, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester City, er þjálfari liðsins. „Hann er alls ekki að grínast. Það er langt síðan tímabilið kláraðist. Við vorum búnir að fá fjórar vikur, æfa núna í tvær vikur og svo fá þeir einhverja tíu daga aftur í frí. Ég held að þeir mæti 26. júní. Það er líka snemmt en hann er grjót harður og veit að við sem Burnley þurfum að eiga alvöru undirbúningstímabil til að mæta inn í þessa erfiðu úrvalsdeild,“ segir Jóhann. Hann telur góða stemningu á Laugardalsvelli skipta miklu máli til að árangur landsliðsins verði sem bestur. Jóhann vonast eftir því að setið verði í hverju sæti í fyrsta leik gegn Slóvakíu. Nú þegar er uppselt á annan leikinn. Stjörnum prýtt portúgalsk landslið mætir þá á Laugardalsvöll. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland. Sérstaklega þegar ákveðin stemning sem mér finnst vera að myndast aftur með liðinu. Eftir erfið ár undanfarið. Nú er það bara að keyra þessa stemningu aftur í gang. Þessi heimavöllur kom okkur á þessi stórmót. Við þurfum að gera hann aftur að þessu vígi sem hann var. Vonandi verður það á 17. Júní. Það gerist ekki mikið betra en að koma að horfa á íslenska landsliðið spila fótbolta,“ segir Jóhann að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Sjá meira
Burnley, félagslið Jóhanns, komst upp í ensku úrvaldsleildina á ný eftir að hafa unnið ensku Championship-deildin, næst efstu deild á Englandi. Á nýliðnu tímabili spilaði Jóhann á miðjunni en ekki á kantinum eins og hann hefur gert í gegnum tíðina. Åge Hareide ætlar að nota Jóhann inni á miðjunni í komandi landsleikjum. Vísir tók Jóhann tali á landsliðsæfingu fyrr í vikunni og spurði hvort dagar hans á kantinum væru taldir. „Ég myndi nú ekki segja það. Það er gott að geta spilað báðar stöður. Það er ekkert vandamál fyrir mig, sama hvaða stöðu hann vill nota mig í og hvaða stöðu ég spila hjá Burnley. Ég spilaði auðvitað mjög mikið á miðjunni hjá Burnley og mun gera það líka hér. Það verður bara gaman,“ segir Jóhann. Fríið sem leikmenn Burnley fá er styttra en gengur og gerist hjá liðum í ensku Úrvalsdeildinni. Þjálfari liðsins, Vincent Kompany, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester City, er þjálfari liðsins. „Hann er alls ekki að grínast. Það er langt síðan tímabilið kláraðist. Við vorum búnir að fá fjórar vikur, æfa núna í tvær vikur og svo fá þeir einhverja tíu daga aftur í frí. Ég held að þeir mæti 26. júní. Það er líka snemmt en hann er grjót harður og veit að við sem Burnley þurfum að eiga alvöru undirbúningstímabil til að mæta inn í þessa erfiðu úrvalsdeild,“ segir Jóhann. Hann telur góða stemningu á Laugardalsvelli skipta miklu máli til að árangur landsliðsins verði sem bestur. Jóhann vonast eftir því að setið verði í hverju sæti í fyrsta leik gegn Slóvakíu. Nú þegar er uppselt á annan leikinn. Stjörnum prýtt portúgalsk landslið mætir þá á Laugardalsvöll. „Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland. Sérstaklega þegar ákveðin stemning sem mér finnst vera að myndast aftur með liðinu. Eftir erfið ár undanfarið. Nú er það bara að keyra þessa stemningu aftur í gang. Þessi heimavöllur kom okkur á þessi stórmót. Við þurfum að gera hann aftur að þessu vígi sem hann var. Vonandi verður það á 17. Júní. Það gerist ekki mikið betra en að koma að horfa á íslenska landsliðið spila fótbolta,“ segir Jóhann að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Sjá meira