Samningur hins 37 ára gamla Milner við Brighton er til eins árs með möguleika á eins árs framlengingu.
Á tíma sínum hjá Liverpool spilaði Milner hvorki meira né minna en 332 leiki í öllum keppnum og vann meðal annars ensku Úrvalsdeildina árið 2020 og Meistaradeild Evrópu árið 2019.
BREAKING: James Milner will join Brighton on a one-year deal when his Liverpool contract expires on June 30th pic.twitter.com/eIAwRhJS59
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 14, 2023
Eins og stendur er Milner þriðji leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Einungis Ryan Giggs og Gareth Barry hafa spilað fleiri leiki.
Þessi gríðarlega reynslumikli leikmaður mun augljóslega bæta mikilli reynslu við Brighton liðið. Undir stjórn Ítalans, Roberto De Zerbi, spilar liðið einstaklega skemmtilegan fótbolta. Ekki nóg með að hann er skemmtilegur þá tryggði liðið sér sæti í Evrópudeild UEFA fyrir næsta tímabil, í fyrsta skipti í sögunni.
„Ég er býð James velkominn til Brighton og er mjög glaður að hafa klófest hann. Hann er frábær viðbót í okkar lið og ég er viss um að hann komi liðinu á næsta stig,“ segir De Zerbi.