„Þetta er menningin þeirra og maður þarf að komast hratt inn í hana“ Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 21:58 Hörður Björgvin Magnússon er lykilmaður í vörn Íslands. vísir/getty „Það er táragas og gassprengjur frá Lögreglunni á vellinum,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Panathinaikos í Grikklandi. Hann segir stuðningsmenn þar ansi líflega. Hann undirbýr sig nú fyrir leikina mikilvægu með íslenska landsliðinu og segir Åge Hareide, landsliðsþjálfara vera á réttri leið með liðið. „Hann og Lars þekkjast vel. Þeir hafa rætt sín á milli hvað er best og auðvitað sér hann það líka sem þjálfari hvað fór úrskeiðis og hvað fór ekki úrskeiðis. Við höfum lært margt á viku og farið aftur í það sem við vorum bestir og við höfum byggt ofan á það. Okkur líður ekki eins og við höfum fengið nýjan landsliðsþjálfara fyrir stuttu. Mér líður persónulega eins og hópurinn sé eins og þegar við fórum á EM og HM. Mér finnst eins og grunnurinn sé þannig. Þetta er stuttur tími en við höfum nýtt hann gríðarlega vel. Fyrir mig persónulega eru spennandi ár framundan,“ segir Hörður. Hörður Björgvin og félagar í Panathinaikos voru á toppnum í grísku úrvalsdeildinni lengst af á tímabilinu en köstuðu titlinum frá sér á síðustu metrunum. „Sem fótboltamaður viltu vinna bikara og það var tekið úr höndunum á mér á stuttum tíma. Núna þarf maður að reyna líma sig á dolluna til að skila henni heim,“ segir Hörður. „Það er geðveikt að spila þarna. Stuðningsmennirnir eru blóðheitir. Þú finnur fyrir því þegar þú tapar leik. Þú finnur fyrir því þegar þú gerir jafntefli. Þú finnur fyrir því ef þú tapar leik. Þeir eru blóðheitir. Það er táragas sem kemur inn á völlinn. Þetta er menningin þeirra og maður þarf að komast hratt inn í hana. Þetta er skemmtilegt, mér leið vel og er rosalega sáttur þarna. Það er gaman fyrir mig að takast á eitthvað öðruvísi en algjöra engla í stúkunni sem hvetja mann allan tímann,“ segir Hörður. Landslið karla í fótbolta Gríski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira
„Hann og Lars þekkjast vel. Þeir hafa rætt sín á milli hvað er best og auðvitað sér hann það líka sem þjálfari hvað fór úrskeiðis og hvað fór ekki úrskeiðis. Við höfum lært margt á viku og farið aftur í það sem við vorum bestir og við höfum byggt ofan á það. Okkur líður ekki eins og við höfum fengið nýjan landsliðsþjálfara fyrir stuttu. Mér líður persónulega eins og hópurinn sé eins og þegar við fórum á EM og HM. Mér finnst eins og grunnurinn sé þannig. Þetta er stuttur tími en við höfum nýtt hann gríðarlega vel. Fyrir mig persónulega eru spennandi ár framundan,“ segir Hörður. Hörður Björgvin og félagar í Panathinaikos voru á toppnum í grísku úrvalsdeildinni lengst af á tímabilinu en köstuðu titlinum frá sér á síðustu metrunum. „Sem fótboltamaður viltu vinna bikara og það var tekið úr höndunum á mér á stuttum tíma. Núna þarf maður að reyna líma sig á dolluna til að skila henni heim,“ segir Hörður. „Það er geðveikt að spila þarna. Stuðningsmennirnir eru blóðheitir. Þú finnur fyrir því þegar þú tapar leik. Þú finnur fyrir því þegar þú gerir jafntefli. Þú finnur fyrir því ef þú tapar leik. Þeir eru blóðheitir. Það er táragas sem kemur inn á völlinn. Þetta er menningin þeirra og maður þarf að komast hratt inn í hana. Þetta er skemmtilegt, mér leið vel og er rosalega sáttur þarna. Það er gaman fyrir mig að takast á eitthvað öðruvísi en algjöra engla í stúkunni sem hvetja mann allan tímann,“ segir Hörður.
Landslið karla í fótbolta Gríski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira