Aldrei jafn margir með sparnaðarreikning eins og á síðustu og verstu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2023 07:01 Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir segir miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum fólks til sparnaðar. Íslandsbanki Óverðtryggður sparnaðarreikningur Íslandsbanka er orðinn sá stærsti á einstaklingssviði bankans. Framkvæmdastjóri einstaklingssviðsins segir verðbólgutíð þar spila stærstan þátt. Aldrei hafi eins margir spáð í sparnað og nú. „Það er ótrúlega gleðilegt og ákveðin tímamót um leið því þessi reikningur er eingöngu stafrænn. Þú getur ekki gengið í næsta útibú og opnað þennan reikning, heldur er það bara hægt á netinu eða í appi,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka í samtali við Vísi. Um er að ræða óbundinn óverðtryggðan sparnaðarreikning sem ber nafnið Ávöxtun og býður bankinn þar upp á 8,25 prósent vexti. Hún segir gleðilegt að einstaklingar séu orðnir jafn meðvitaðir um mikilvægi sparnaðs og raun ber vitni, á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Meðvitund um mikilvægi fjármálalæsis hafi aukist. „Við erum að sjá að með tilkomu ýmissa lausna líkt og Aurbjargar er meðvitundin orðin svo mikil hjá einstaklingum. Fólk er orðið miklu fjármálalæsara en það var og orðið miklu upplýstara um valkosti og eru orðin betri viðskiptastjórar í eigin lífi. Mér finnst þetta gríðarlega jákvæð þróun.“ Ekki lengur bara einn reikningur Miklar breytingar hafi orðið á undanförnum árum og af sem áður var, þegar einstaklingar voru einungis með einn reikning. „Sem betur fer eru einstaklingar farnir að hugsa um hvar þeir fái meira fyrir sparnaðinn sinn, sem er bara ofboðslega gott. Manni finnst það gott þegar maður sér hegðun í þá veru að fólk er farið að safna og spara sér fyrir hlutunum í stað þess að taka þetta allt saman á einhverjum lánafyrirgreiðslum. Það er bara rosalega gott.“ Allir kannist við það þegar óvæntur kostnaður komi upp og nefnir Sigríður þar tannlæknakostnað eða bilun á þvottavél. „Það sem mér finnst magnaðast í þessu öllu, að áður fyrr þá upplifði fólk að það þyrfti að leggja svo mikið fyrir á hverjum mánuði til þess að spara en þegar einstaklingar brjóta þetta niður og leggja bara smá til hliðar að þá verður þetta litla smáa svo hratt svo stórt.“ Einstaklingar spara á öllum aldri Hún segir að hópur þeirra einstaklinga sem nýti sér sparnaðarreikningurinn sé skipaður fjölbreyttum einstaklingum. Þeir séu á ólíkum aldri. „Það gleður líka, því að oft var sparnaður eyrnamerktur eldra fólki, að það væri bara fullorðið fólk sem ætti efni á því að spara en nú sér maður að einstaklingar eru að breyta sinni neysluhegðun og að leggja reglulega fyrir.“ Neytendur Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
„Það er ótrúlega gleðilegt og ákveðin tímamót um leið því þessi reikningur er eingöngu stafrænn. Þú getur ekki gengið í næsta útibú og opnað þennan reikning, heldur er það bara hægt á netinu eða í appi,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka í samtali við Vísi. Um er að ræða óbundinn óverðtryggðan sparnaðarreikning sem ber nafnið Ávöxtun og býður bankinn þar upp á 8,25 prósent vexti. Hún segir gleðilegt að einstaklingar séu orðnir jafn meðvitaðir um mikilvægi sparnaðs og raun ber vitni, á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Meðvitund um mikilvægi fjármálalæsis hafi aukist. „Við erum að sjá að með tilkomu ýmissa lausna líkt og Aurbjargar er meðvitundin orðin svo mikil hjá einstaklingum. Fólk er orðið miklu fjármálalæsara en það var og orðið miklu upplýstara um valkosti og eru orðin betri viðskiptastjórar í eigin lífi. Mér finnst þetta gríðarlega jákvæð þróun.“ Ekki lengur bara einn reikningur Miklar breytingar hafi orðið á undanförnum árum og af sem áður var, þegar einstaklingar voru einungis með einn reikning. „Sem betur fer eru einstaklingar farnir að hugsa um hvar þeir fái meira fyrir sparnaðinn sinn, sem er bara ofboðslega gott. Manni finnst það gott þegar maður sér hegðun í þá veru að fólk er farið að safna og spara sér fyrir hlutunum í stað þess að taka þetta allt saman á einhverjum lánafyrirgreiðslum. Það er bara rosalega gott.“ Allir kannist við það þegar óvæntur kostnaður komi upp og nefnir Sigríður þar tannlæknakostnað eða bilun á þvottavél. „Það sem mér finnst magnaðast í þessu öllu, að áður fyrr þá upplifði fólk að það þyrfti að leggja svo mikið fyrir á hverjum mánuði til þess að spara en þegar einstaklingar brjóta þetta niður og leggja bara smá til hliðar að þá verður þetta litla smáa svo hratt svo stórt.“ Einstaklingar spara á öllum aldri Hún segir að hópur þeirra einstaklinga sem nýti sér sparnaðarreikningurinn sé skipaður fjölbreyttum einstaklingum. Þeir séu á ólíkum aldri. „Það gleður líka, því að oft var sparnaður eyrnamerktur eldra fólki, að það væri bara fullorðið fólk sem ætti efni á því að spara en nú sér maður að einstaklingar eru að breyta sinni neysluhegðun og að leggja reglulega fyrir.“
Neytendur Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent