Neytendur

Aldrei jafn margir með sparnaðar­reikning eins og á síðustu og verstu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir segir miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum fólks til sparnaðar.
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir segir miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum fólks til sparnaðar. Íslandsbanki

Ó­verð­tryggður sparnaðar­reikningur Ís­lands­banka er orðinn sá stærsti á ein­stak­lings­sviði bankans. Fram­kvæmda­stjóri ein­stak­lings­sviðsins segir verð­bólgu­tíð þar spila stærstan þátt. Aldrei hafi eins margir spáð í sparnað og nú.

„Það er ó­trú­lega gleði­legt og á­kveðin tíma­mót um leið því þessi reikningur er ein­göngu staf­rænn. Þú getur ekki gengið í næsta úti­bú og opnað þennan reikning, heldur er það bara hægt á netinu eða í appi,“ segir Sig­ríður Hrefna Hrafn­kels­dóttir, fram­kvæmda­stjóri ein­stak­lings­sviðs Ís­lands­banka í sam­tali við Vísi.

Um er að ræða óbundinn ó­verð­tryggðan sparnaðar­reikning sem ber nafnið Á­vöxtun og býður bankinn þar upp á 8,25 prósent vexti. Hún segir gleði­legt að ein­staklingar séu orðnir jafn með­vitaðir um mikil­vægi sparnaðs og raun ber vitni, á þeim verð­bólgu­tímum sem nú eru uppi. Með­vitund um mikil­vægi fjár­mála­læsis hafi aukist.

„Við erum að sjá að með til­komu ýmissa lausna líkt og Aur­bjargar er með­vitundin orðin svo mikil hjá ein­stak­lingum. Fólk er orðið miklu fjár­mála­læsara en það var og orðið miklu upp­lýstara um val­kosti og eru orðin betri við­skipta­stjórar í eigin lífi. Mér finnst þetta gríðar­lega já­kvæð þróun.“

Ekki lengur bara einn reikningur

Miklar breytingar hafi orðið á undan­förnum árum og af sem áður var, þegar ein­staklingar voru einungis með einn reikning.

„Sem betur fer eru ein­staklingar farnir að hugsa um hvar þeir fái meira fyrir sparnaðinn sinn, sem er bara of­boðs­lega gott. Manni finnst það gott þegar maður sér hegðun í þá veru að fólk er farið að safna og spara sér fyrir hlutunum í stað þess að taka þetta allt saman á ein­hverjum lána­fyrir­greiðslum. Það er bara rosa­lega gott.“

Allir kannist við það þegar ó­væntur kostnaður komi upp og nefnir Sig­ríður þar tann­lækna­kostnað eða bilun á þvotta­vél. 

„Það sem mér finnst magnaðast í þessu öllu, að áður fyrr þá upp­lifði fólk að það þyrfti að leggja svo mikið fyrir á hverjum mánuði til þess að spara en þegar ein­staklingar brjóta þetta niður og leggja bara smá til hliðar að þá verður þetta litla smáa svo hratt svo stórt.“

Einstaklingar spara á öllum aldri

Hún segir að hópur þeirra ein­stak­linga sem nýti sér sparnaðar­reikningurinn sé skipaður fjöl­breyttum ein­stak­lingum. Þeir séu á ó­líkum aldri.

„Það gleður líka, því að oft var sparnaður eyrna­merktur eldra fólki, að það væri bara full­orðið fólk sem ætti efni á því að spara en nú sér maður að ein­staklingar eru að breyta sinni neyslu­hegðun og að leggja reglu­lega fyrir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×