Um er að ræða fyrsta leik Íslands undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide er Slóvakar mæta á Laugardalsvöll. Leikurinn er báðum liðum mikilvægum í baráttunni um annað sæti riðilsins.
Hér má nálgast beina textalýsingu frá leiknum.
Slóvakar eru með fjögur stig, Ísland þrjú og Bosnía þrjú en gert er ráð fyrir að þau þrjú muni keppast um annað sæti riðilsins og Portúgal lendi örugglega í því efsta.
Hareide gerir töluverðar breytingar á byrjunarliði Íslands frá því liði sem vann 7-0 sigur á Liechtenstein í síðasta leik Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari Íslands í mars síðastliðnum.
Þar byrjuðu Stefán Teitur Þórðarson og Davíð Kristján Ólafsson sem hvorugur er í landsliðshópnum að þessu sinni. Einnig byrjaði Arnór Sigurðsson þann leik, sem er meiddur.
Athygli vekur þá að Hákon Arnar Haraldsson er ekki í byrjunarliði Íslands. Hann víkur á bekkinn fyrir Willum Þór Willumsson sem byrjar sinn fyrsta keppnisleik fyrir Íslands hönd og spilar aðeins sinn annan landsleik, þann fyrsta síðan 2019.
Alfons Sampsted kemur inn frá leiknum við Liechtenstein, sem og Sverrir Ingi Ingason og Albert Guðmundsson sem var utan hóps í mars, líkt og Willum og Sverrir.
Byrjunarlið Íslands
Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson
Hægri bakvörður: Alfons Sampsted
Miðvörður: Guðlaugur Victor Pálsson
Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason
Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon
Miðjumaður: Aron Einar Gunnarsson (f)
Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson
Miðjumaður: Willum Þór Willumsson
Hægri kantmaður: Albert Guðmundsson
Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson
Framherji: Alfreð Finnbogason