Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 17. júní 2023 21:00 Guðlaugur Victor átti fínan leik á miðjunni í dag. Getty/Alex Grimm Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og kröftuglega og var það gegn gangi leiksins þegar það lenti undir. Liðið hefði hæglega getað leitt 3-0 fyrir fyrsta mark Slóvaka. Alfreð Finnbogason jafnaði af vítapunktinum fyrir hlé en Íslandi gekk verr að skapa sér færi í síðari hálfleik. Skrípamark Slóvaka þar sem hreinsun Jóhanns Berg Guðmundssonar fór af andstæðingi og yfir Rúnar Alex í markinu tryggði Slóvökum svo 2-1 sigur. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Á frábæra vörslu í fyrri hálfleiknum úr dauðafæri Slóvaka eftir fyrirgjöf. Mögulega smá út á fótavinnuna að setja í öðru marki Slóvaka. Góður í að spila út frá marki. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 6 Átti fínan leik heilt yfir en lætur fara illa með sig í aðdraganda annars marks Slóvaka. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 6 Átti í erfiðleikum með að spila út og margar sendingar fóru beint út af eða á mótherja. Þó þéttur varnarlega stærstan part. Misnotaði færi til að jafna í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Geðveik sending á Albert í dauðafæri hans í fyrri hálfleik. Beygði sig hins vegar frá boltanum í fyrra marki Slóvaka. Hann og Sverrir ágætir stóran hluta leiks en geta betur. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður: 6 Ágætis leikur heilt yfir í hans fyrsta byrjunarliðsleik í keppnisleik. Var í tómu tjóni að koma boltanum frá marki í aðdraganda annars marks Slóvakíu. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður: 7 Flott frumraun hjá Willum í keppnisleik. Kraftur í honum á hægri kantinum og á stóran hlut í góðri byrjun Íslands sóknarlega í leiknum. Fiskaði vítið í marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður: 8 (Maður leiksins) Besti maður Íslands. Leiddi liðið af miðjunni og steig upp í hlutverk Arons Einars sem datt út úr liðinu skömmu fyrir leik. Stöðvaði margar sóknir Slóvaka. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Ágætur á miðjunni í spili en mögulega hægt að setja út á staðsetningu hans í fyrsta marki Slóvaka. Á svo furðulega hreinsun sem leiðir til annars marks gestanna. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Átti góða spretti, þar á meðal í aðdraganda marksins þar sem hann átti skot að marki sem barst til Willums sem fiskaði spyrnuna. Lék sér að bakverði Slóvaka oftar en einu sinni fyrir hléið en dró af honum í síðari hálfleik. Leikæfingin lítil þar sem hann kláraði tímabilið snemma í Belgíu. Fer út af á 63. mínútu Albert Guðmundsson, framherji: 7 Kom frábærlega inn í liðið og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. Nánast allt fram á við hjá Íslandi fór í gegnum hann en að sama skapi á hann að gera betur í færunum í upphafi leiks. Hefði hæglega getað verið með þrennu eftir korter. Alfreð Finnbogason, framherji: 7 Skoraði mark Íslands. Linkaði vel upp spil og náði vel saman við Albert í framlínunni. Þeir hefðu getað nýtt góð tækifæri í upphafi leiks betur. Fer út af á 63. mínútu Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Mikael Egill Ellertsson - Kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfons Sampsted á 81. mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og kröftuglega og var það gegn gangi leiksins þegar það lenti undir. Liðið hefði hæglega getað leitt 3-0 fyrir fyrsta mark Slóvaka. Alfreð Finnbogason jafnaði af vítapunktinum fyrir hlé en Íslandi gekk verr að skapa sér færi í síðari hálfleik. Skrípamark Slóvaka þar sem hreinsun Jóhanns Berg Guðmundssonar fór af andstæðingi og yfir Rúnar Alex í markinu tryggði Slóvökum svo 2-1 sigur. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Á frábæra vörslu í fyrri hálfleiknum úr dauðafæri Slóvaka eftir fyrirgjöf. Mögulega smá út á fótavinnuna að setja í öðru marki Slóvaka. Góður í að spila út frá marki. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 6 Átti fínan leik heilt yfir en lætur fara illa með sig í aðdraganda annars marks Slóvaka. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 6 Átti í erfiðleikum með að spila út og margar sendingar fóru beint út af eða á mótherja. Þó þéttur varnarlega stærstan part. Misnotaði færi til að jafna í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Geðveik sending á Albert í dauðafæri hans í fyrri hálfleik. Beygði sig hins vegar frá boltanum í fyrra marki Slóvaka. Hann og Sverrir ágætir stóran hluta leiks en geta betur. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður: 6 Ágætis leikur heilt yfir í hans fyrsta byrjunarliðsleik í keppnisleik. Var í tómu tjóni að koma boltanum frá marki í aðdraganda annars marks Slóvakíu. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður: 7 Flott frumraun hjá Willum í keppnisleik. Kraftur í honum á hægri kantinum og á stóran hlut í góðri byrjun Íslands sóknarlega í leiknum. Fiskaði vítið í marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður: 8 (Maður leiksins) Besti maður Íslands. Leiddi liðið af miðjunni og steig upp í hlutverk Arons Einars sem datt út úr liðinu skömmu fyrir leik. Stöðvaði margar sóknir Slóvaka. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Ágætur á miðjunni í spili en mögulega hægt að setja út á staðsetningu hans í fyrsta marki Slóvaka. Á svo furðulega hreinsun sem leiðir til annars marks gestanna. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Átti góða spretti, þar á meðal í aðdraganda marksins þar sem hann átti skot að marki sem barst til Willums sem fiskaði spyrnuna. Lék sér að bakverði Slóvaka oftar en einu sinni fyrir hléið en dró af honum í síðari hálfleik. Leikæfingin lítil þar sem hann kláraði tímabilið snemma í Belgíu. Fer út af á 63. mínútu Albert Guðmundsson, framherji: 7 Kom frábærlega inn í liðið og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. Nánast allt fram á við hjá Íslandi fór í gegnum hann en að sama skapi á hann að gera betur í færunum í upphafi leiks. Hefði hæglega getað verið með þrennu eftir korter. Alfreð Finnbogason, framherji: 7 Skoraði mark Íslands. Linkaði vel upp spil og náði vel saman við Albert í framlínunni. Þeir hefðu getað nýtt góð tækifæri í upphafi leiks betur. Fer út af á 63. mínútu Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Mikael Egill Ellertsson - Kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfons Sampsted á 81. mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira