„Að mínu viti rífur hann mig niður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2023 21:43 Alfons Sampsted var eðlilega svekktur eftir tapið í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld. „Stemningin í klefanum er þung. Persónulega hefðum við getað nýtt fyrri hálfleikinn betur og fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons í leikslok. „Við mættum með mikinn kraft, en síðan rennur það út í sandinn í seinni hálfleikinn þegar þessi orka og kraftur og færi sem við vorum að skapa í fyrri hálfleik voru ekki alveg að koma. Þannig að þetta var súrt því við teljum okkur hafa getað fengið meira út úr þessum leik. En heilt yfir var þetta kannski allt í lagi leikur.“ Íslenska liðið missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson úr liðinu stuttu fyrir leik, en hann meiddist í upphitun. „Það hefur alltaf einhver áhrif. Við erum búnir að undirbúa eitthvað upplegg en síðan breytist það. En miðað við þennan fyrri hálfleik þá vorum við kannski með þá orku sem til þurfti þannig það er kannski ekki hægt að kenna því um.“ En hvað veldur því að liðið heldur ekki sama orkustigi eftir hálfleikshléið? „Við hlaupum nú nokkuð mikið, en kannski hefði mátt nýta þá tímapunkta sem við höfðum til að stjórna leiknum og láta þá hlaupa. Við gerum kannski of lítið af því. En heilt yfir eru jákvæðir punktar þarna sem við getum tekið með okkur, en þetta er að sjálfsögðu svekkjandi.“ Sigurmark Slóvaka var skoðað í VAR-herberginu þar sem mögulega var brotið á Alfons í aðdraganda marksins. Hann segir að um klárt brot hafi verið að ræða, en ekkert var dæmt. „Ég ætla bara að taka mér mína stöðu og setja líkamann á milli manns og bolta, en að mínu viti þá rífur hann mig niður og það hefði mátt dæma aukaspyrnu. Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég veit ekki hvernig þetta lítur út frá dómaranum séð. Ég sé samt ekki hagnaðinn í því fyrir mig að vera að henda mér niður.“ „Það er það sem ég finn [að togað sé í hann] og eins og ég segi þá sé ég ekki alveg hagnaðinn í því að vera eitthvað að henda mér niður. Þannig að það er eitthvað sem fær mig til að detta.“ Þá segir Alfons að skilaboðin frá Åge Hareide, þjálfara liðsins, hafi verið skýr eftir leik. Ísland tekur á móti Portúgal eftir þrjá daga og „Skilaboðin voru skýr. Það eru jákvæðir hlutir og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur. Nú er bara leikur eftir þrjá daga og við höfum engan tíma til að vera svekkja okkur og missa andann sem við vorum búnir að byggja upp fyrir þennan leik. Það er bara ekkert í boði. Nú fáum við tvo daga til að jafna okkur og svo er bara að mæta með orku í úrslitaleik á móti Portúgal,“ sagði Alfons að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
„Stemningin í klefanum er þung. Persónulega hefðum við getað nýtt fyrri hálfleikinn betur og fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons í leikslok. „Við mættum með mikinn kraft, en síðan rennur það út í sandinn í seinni hálfleikinn þegar þessi orka og kraftur og færi sem við vorum að skapa í fyrri hálfleik voru ekki alveg að koma. Þannig að þetta var súrt því við teljum okkur hafa getað fengið meira út úr þessum leik. En heilt yfir var þetta kannski allt í lagi leikur.“ Íslenska liðið missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson úr liðinu stuttu fyrir leik, en hann meiddist í upphitun. „Það hefur alltaf einhver áhrif. Við erum búnir að undirbúa eitthvað upplegg en síðan breytist það. En miðað við þennan fyrri hálfleik þá vorum við kannski með þá orku sem til þurfti þannig það er kannski ekki hægt að kenna því um.“ En hvað veldur því að liðið heldur ekki sama orkustigi eftir hálfleikshléið? „Við hlaupum nú nokkuð mikið, en kannski hefði mátt nýta þá tímapunkta sem við höfðum til að stjórna leiknum og láta þá hlaupa. Við gerum kannski of lítið af því. En heilt yfir eru jákvæðir punktar þarna sem við getum tekið með okkur, en þetta er að sjálfsögðu svekkjandi.“ Sigurmark Slóvaka var skoðað í VAR-herberginu þar sem mögulega var brotið á Alfons í aðdraganda marksins. Hann segir að um klárt brot hafi verið að ræða, en ekkert var dæmt. „Ég ætla bara að taka mér mína stöðu og setja líkamann á milli manns og bolta, en að mínu viti þá rífur hann mig niður og það hefði mátt dæma aukaspyrnu. Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég veit ekki hvernig þetta lítur út frá dómaranum séð. Ég sé samt ekki hagnaðinn í því fyrir mig að vera að henda mér niður.“ „Það er það sem ég finn [að togað sé í hann] og eins og ég segi þá sé ég ekki alveg hagnaðinn í því að vera eitthvað að henda mér niður. Þannig að það er eitthvað sem fær mig til að detta.“ Þá segir Alfons að skilaboðin frá Åge Hareide, þjálfara liðsins, hafi verið skýr eftir leik. Ísland tekur á móti Portúgal eftir þrjá daga og „Skilaboðin voru skýr. Það eru jákvæðir hlutir og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur. Nú er bara leikur eftir þrjá daga og við höfum engan tíma til að vera svekkja okkur og missa andann sem við vorum búnir að byggja upp fyrir þennan leik. Það er bara ekkert í boði. Nú fáum við tvo daga til að jafna okkur og svo er bara að mæta með orku í úrslitaleik á móti Portúgal,“ sagði Alfons að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30