„Guðlaugur sýndi hvað hann er með mikinn karakter og þetta áfall hafði mikil áhrif á allan hópinn. Þeir verða náttúrlega mjög leiðir þegar liðsfélagi fær fréttir eins og Guðlaugur fékk. Þetta hefur verið erfitt og liðsfélagar hans hafa tekið utan um hann og séð mjög vel um hann Guðlaug“, sagði Åge um áfallið sem Guðlaugur varð fyrir.
„Vonandi getur fótboltinn leitt huga hans frá því sem gerðist. Hann stóð sig frábærlega í dag og við gátum treyst honum til að koma inn á miðjuna skömmu fyrir leik. Hann kom góðu jafnvægi á miðjuna og stóð sig mjög vel í dag.“
Blaðamenn Vísis gáfu Guðlaugi Victori átta í einkunn fyrir frammistöðu hans á vellinum í kvöld og völdu hann mann leiksins. Var hann sagður hafa leitt liðið í kvöld og stöðvað margar af sóknum Slóvaska liðsins.
Vísir vottar Guðlaugi Victori og fjölskyldu samúð á þessum erfiðu tímum.
