Handbolti

Kári Kristján framlengir við Íslandsmeistarana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka allavega eitt tímabil í viðbót.
Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka allavega eitt tímabil í viðbót. Vísir/Vilhelm

Hinn 38 ára gamli Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði Íslandsmeistara ÍBV, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið og tekur því slaginn í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.

Eyjamenn greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum, en Kári er einn allra reyndasti handboltamaður landsins. Hann lék lykilhlutverk fyrir ÍBV er liðið tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í vor.

Kári á að baki langan og farsælan feril þar sem hann hefur leikið með ÍBV, Haukum og Val hér heima, ásamt því að hafa verið í um fjögur ár í atvinnumennsku þar sem hann lék við Amicitia Zürich í Sviss, HSG Wetzlar í Þýskalandi og Bjerringbro-Silkeborg í Danmörku.

Þá á hann einnig að baki 144 leiki fyrir íslenska landsliðið, þann fyrsta árið 2005 og síðast lék hann með landsliðinu á EM í Svíþjóð árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×