Ronaldo fremstur í flokki í gríðarsterku byrjunarliði Portúgala Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2023 17:32 Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem stillir upp afar sterku liði. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli nú á eftir. Ronaldo leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum. Roberto Martinez, þjálfari Portúgal, hefur opinberað byrjunarlið sitt sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og við var að búast byrjar Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu liðsins. Hann leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik og er fyrstur allra knattspyrnumanna í sögunni til að ná þeim áfanga. Portúgal stillir upp í leikkerfinu 3-4-3 með Diogo Costa í markinu og þá Ruben Dias, Pepe og Danilo í öftustu varnarlínu. Þar fyrir framan á miðjunni eru síðan þeir Ruben Neves leikmaður Wolves og Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United. Bakvörðurinn frábæri Cancelo er hægra megin á miðjunni og Diogo Dalot til vinstri. Þeir munu líklegast vera í hlutverki vængbakvarða en báðir eru þeir sterkir sóknarlega. Í fremstu víglínu eru síðan engin smá nöfn. Fremstur er vitaskuld fyrirliðinn Cristiano Ronaldo, til hægri hefur hann nýkrýndan Evrópu- og Englandsmeistarann Bernando Silva og vinstra megin Rafael Leao, leikmann AC Milan. Chegou o 11 inicial! #VesteABandeira pic.twitter.com/oQFW7sewcz— Portugal (@selecaoportugal) June 20, 2023 Byrjunarlið Portúgal: Markvörður: Diogo Costa Miðvörður: DaniloMiðvörður: Ruben DiasMiðvörður: Pepe Hægri vængur: CanceloVinstri vængur: Diogo Dalot Miðjumaður: Bruno FernandesMiðjumaður: Ruben Neves Sóknarmaður: Bernardo SilvaSóknarmaður: Cristiano RonaldoSóknarmaður: Rafael Leao Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Krakkar bíða í ofvæni við hótel Ronaldos Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. 20. júní 2023 16:08 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Sjá meira
Roberto Martinez, þjálfari Portúgal, hefur opinberað byrjunarlið sitt sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og við var að búast byrjar Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu liðsins. Hann leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik og er fyrstur allra knattspyrnumanna í sögunni til að ná þeim áfanga. Portúgal stillir upp í leikkerfinu 3-4-3 með Diogo Costa í markinu og þá Ruben Dias, Pepe og Danilo í öftustu varnarlínu. Þar fyrir framan á miðjunni eru síðan þeir Ruben Neves leikmaður Wolves og Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United. Bakvörðurinn frábæri Cancelo er hægra megin á miðjunni og Diogo Dalot til vinstri. Þeir munu líklegast vera í hlutverki vængbakvarða en báðir eru þeir sterkir sóknarlega. Í fremstu víglínu eru síðan engin smá nöfn. Fremstur er vitaskuld fyrirliðinn Cristiano Ronaldo, til hægri hefur hann nýkrýndan Evrópu- og Englandsmeistarann Bernando Silva og vinstra megin Rafael Leao, leikmann AC Milan. Chegou o 11 inicial! #VesteABandeira pic.twitter.com/oQFW7sewcz— Portugal (@selecaoportugal) June 20, 2023 Byrjunarlið Portúgal: Markvörður: Diogo Costa Miðvörður: DaniloMiðvörður: Ruben DiasMiðvörður: Pepe Hægri vængur: CanceloVinstri vængur: Diogo Dalot Miðjumaður: Bruno FernandesMiðjumaður: Ruben Neves Sóknarmaður: Bernardo SilvaSóknarmaður: Cristiano RonaldoSóknarmaður: Rafael Leao
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Krakkar bíða í ofvæni við hótel Ronaldos Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. 20. júní 2023 16:08 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Sjá meira
Krakkar bíða í ofvæni við hótel Ronaldos Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. 20. júní 2023 16:08