Guðni: Þetta var erfiður sigur Hinrik Wöhler skrifar 21. júní 2023 20:15 Guðni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á ÍBV á Kaplakrikavelli í níunda umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var í annað sinn á sex dögum sem liðin mætast og í bæði skiptin sigraði FH en í þetta sinn var sigurinn torsóttari fyrir Hafnfirðinga. „Við þurftum að fara aðeins út úr leikplaninu til að landa þessu. Þetta var erfiður sigur og við þurftum virkilega að hafa vel fyrir þessu,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Staðan var jöfn í hálfeik, 1-1, og reyndist síðari hálfleikur frekar lokaður og lítið um marktækifæri. Heimakonur náðu þó að skora sigurmarkið beint úr hornspyrnu þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. „Við ætluðum bara að sækja í þau svæði sem við töldum ÍBV vera veikar fyrir og reyndum að gera það. Þær þéttu mjög og gerðu það svo sem í fyrri hálfleik líka. Þær voru með þéttar varnarlínur og beittu löngum boltum, það kom ekkert á óvart og við vissum að þær myndu fara í þannig leik. Við þurftum þá að standa það af okkur þegar þær unnu boltann og lúðruðu honum fram.“ Lið FH er í góðum málum í Bestu deild kvenna.Vísir/Hulda Margrét Nýliðar FH hafa komið flestum á óvart í deildinni og sitja í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig þegar fyrri umferðin af hefðbundinni deildarkeppni er lokið. „Ég get ekki verið annað en sáttur. Liðið er á góðum stað og á meðan við erum að sækja sigra og safna stigum þá er það jákvætt. Það er mjög sterkt að ná að sækja sigra þegar við þurfum virkilega að hafa fyrir því og það gengur ekki allt saman upp og framvegis,“ sagði Guðni þegar hann var spurður út í árangurinn hingað til. FH hefur nú sigrað fjóra leiki í röð ásamt því að vera komið í undanúrslit í Mjólkurbikarnum. „Það er mjög flókið að vinna leik eftir leik. Það er gríðarlega erfitt að gera það og hvatningin þarf að vera rétt og ansi margt að ganga upp ef að lið á að vinna leik eftir leik,“ sagði Guðni að lokum. Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira
„Við þurftum að fara aðeins út úr leikplaninu til að landa þessu. Þetta var erfiður sigur og við þurftum virkilega að hafa vel fyrir þessu,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. Staðan var jöfn í hálfeik, 1-1, og reyndist síðari hálfleikur frekar lokaður og lítið um marktækifæri. Heimakonur náðu þó að skora sigurmarkið beint úr hornspyrnu þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. „Við ætluðum bara að sækja í þau svæði sem við töldum ÍBV vera veikar fyrir og reyndum að gera það. Þær þéttu mjög og gerðu það svo sem í fyrri hálfleik líka. Þær voru með þéttar varnarlínur og beittu löngum boltum, það kom ekkert á óvart og við vissum að þær myndu fara í þannig leik. Við þurftum þá að standa það af okkur þegar þær unnu boltann og lúðruðu honum fram.“ Lið FH er í góðum málum í Bestu deild kvenna.Vísir/Hulda Margrét Nýliðar FH hafa komið flestum á óvart í deildinni og sitja í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig þegar fyrri umferðin af hefðbundinni deildarkeppni er lokið. „Ég get ekki verið annað en sáttur. Liðið er á góðum stað og á meðan við erum að sækja sigra og safna stigum þá er það jákvætt. Það er mjög sterkt að ná að sækja sigra þegar við þurfum virkilega að hafa fyrir því og það gengur ekki allt saman upp og framvegis,“ sagði Guðni þegar hann var spurður út í árangurinn hingað til. FH hefur nú sigrað fjóra leiki í röð ásamt því að vera komið í undanúrslit í Mjólkurbikarnum. „Það er mjög flókið að vinna leik eftir leik. Það er gríðarlega erfitt að gera það og hvatningin þarf að vera rétt og ansi margt að ganga upp ef að lið á að vinna leik eftir leik,“ sagði Guðni að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira