Vill pakkfullan Kórinn í kvöld: „Alltaf eins og bikarúrslitaleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 14:46 Höskuldur Gunnlaugsson mundar skotfótinn í leiknum stórkostlega gegn HK í vor. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það yrðu vonbrigði ef að Kórinn yrði ekki pakkfullur í kvöld, og helst að þeir sem yrðu seinir kæmust ekki inn. Þannig ætti það að vera í föstudagsleik á milli þessara liða,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fyrir grannaslaginn við HK í Bestu deildinni í kvöld. Liðin mættust í fyrsta leik Bestu deildarinnar í vor í hreint stórkostlegum leik sem endaði 4-3 fyrir HK, eftir að HK hafði komist í 2-0 en Breiðablik í 3-2. „Þessi leikur var helvíti góð opnun á Bestu deildinni en vonandi, fyrir okkar parta, verður leikurinn í kvöld ekki eins sveiflukenndur og ekki jafnmiklar geðshræringar. Við viljum hafa aðeins meiri stjórn á hlutunum. Að því sögðu býst ég samt við hörkurimmu eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Áhorfendur mega bara búast við að leikmenn beggja liða gefi allt í þennan leik eins og sagan hefur sýnt,“ segir Höskuldur. Blikar urðu að sætta sig við tap í apríl en Höskuldur naut þess samt að spila leikinn: „Fyrst um sinn eftir þennan leik var tilfinningin auðvitað súr. Leiðinlegt að tapa í nágrannaslagnum. En það er mikið „kick“ að spila svona leiki. Maður fær mikið adrenalín, það er há spenna og mikið að gerast. En varðandi þann leik var jákvætt að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka úr 0-2 í 3-2, en við vorum ekki alveg nógu góða stjórn til að sigla þessu heim. Þetta var ekki alveg týpískur leikur eins og við viljum spila.“ „Löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli“ Blikar eru hins vegar mun ofar en HK-ingar núna, þegar að venjulega deildarkeppnin er hálfnuð, en þeir eru með 24 stig í 3. sæti á meðan að HK er í 6. sæti með 13 stig, eftir fjögur töp í röð. „Staða liðanna í deildinni eða undanfarnir leikir skipta yfirleitt engu máli þegar þau mætast. Þetta er alltaf eins og einhver bikarúrslitaleikur. Það er bara skemmtilegt. Gaman að spila þannig leiki, erfiða leiki þar sem mikið er undir. Við erum löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli, eða að við eigum að vera betri á pappír. Þetta verður hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir þessara liða undanfarið,“ segir Höskuldur. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við megum ekki stíga mikið fleiri feilspor ef við ætlum að eltast við toppliðið, og liðin tvö fyrir ofan okkur núna. Leiðin til þess er að einbeita sér að leiknum í kvöld og að sjálfsögðu sækjum við til sigurs,“ segir Höskuldur en eftir þrjú jafntefli í röð eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings. „Þrjú jafntefli í röð er ekki nógu gott en að sama skapi erum við taplausir í níu leikjum í röð, og búnir að vinna sex þeirra, svo að það „run“ er nokkuð gott. Við erum því fullir sjálfstrausts og vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur. Að sama skapi vantar kannski aðeins að skerpa á drápseðlinu til að klára leikina alveg,“ segir Höskuldur. Leikur HK og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla HK Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira
Liðin mættust í fyrsta leik Bestu deildarinnar í vor í hreint stórkostlegum leik sem endaði 4-3 fyrir HK, eftir að HK hafði komist í 2-0 en Breiðablik í 3-2. „Þessi leikur var helvíti góð opnun á Bestu deildinni en vonandi, fyrir okkar parta, verður leikurinn í kvöld ekki eins sveiflukenndur og ekki jafnmiklar geðshræringar. Við viljum hafa aðeins meiri stjórn á hlutunum. Að því sögðu býst ég samt við hörkurimmu eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Áhorfendur mega bara búast við að leikmenn beggja liða gefi allt í þennan leik eins og sagan hefur sýnt,“ segir Höskuldur. Blikar urðu að sætta sig við tap í apríl en Höskuldur naut þess samt að spila leikinn: „Fyrst um sinn eftir þennan leik var tilfinningin auðvitað súr. Leiðinlegt að tapa í nágrannaslagnum. En það er mikið „kick“ að spila svona leiki. Maður fær mikið adrenalín, það er há spenna og mikið að gerast. En varðandi þann leik var jákvætt að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka úr 0-2 í 3-2, en við vorum ekki alveg nógu góða stjórn til að sigla þessu heim. Þetta var ekki alveg týpískur leikur eins og við viljum spila.“ „Löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli“ Blikar eru hins vegar mun ofar en HK-ingar núna, þegar að venjulega deildarkeppnin er hálfnuð, en þeir eru með 24 stig í 3. sæti á meðan að HK er í 6. sæti með 13 stig, eftir fjögur töp í röð. „Staða liðanna í deildinni eða undanfarnir leikir skipta yfirleitt engu máli þegar þau mætast. Þetta er alltaf eins og einhver bikarúrslitaleikur. Það er bara skemmtilegt. Gaman að spila þannig leiki, erfiða leiki þar sem mikið er undir. Við erum löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli, eða að við eigum að vera betri á pappír. Þetta verður hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir þessara liða undanfarið,“ segir Höskuldur. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við megum ekki stíga mikið fleiri feilspor ef við ætlum að eltast við toppliðið, og liðin tvö fyrir ofan okkur núna. Leiðin til þess er að einbeita sér að leiknum í kvöld og að sjálfsögðu sækjum við til sigurs,“ segir Höskuldur en eftir þrjú jafntefli í röð eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings. „Þrjú jafntefli í röð er ekki nógu gott en að sama skapi erum við taplausir í níu leikjum í röð, og búnir að vinna sex þeirra, svo að það „run“ er nokkuð gott. Við erum því fullir sjálfstrausts og vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur. Að sama skapi vantar kannski aðeins að skerpa á drápseðlinu til að klára leikina alveg,“ segir Höskuldur. Leikur HK og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla HK Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Sjá meira