„Ætluðu að pressa allt þetta mót og eru í formi til þess“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 17:00 FH hélt áfram sínu frábæra gengi með sigri gegn ÍBV á miðvikudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðar FH halda áfram blússandi siglingu í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að hafa víðast hvar verið spáð falli úr deildinni áður en leiktíðin hófst. Liðið fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. FH vann ÍBV á miðvikudag og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með 16 stig í 3. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir meisturum Vals nú þegar hefðbundin deildakeppni er hálfnuð (eftir 18 umferðir spila efstu sex liðin hvert við annað einu sinni enn, og neðstu fjögur hvert við annað). FH vann sig upp úr Lengjudeildinni með því að vinna hana í fyrra, og góða gengið hefur haldið áfram í efstu deild. „Við skulum kíkja á pressu FH því hún heldur bara áfram. Ég man að ég hugsaði þegar mótið byrjaði: Ætla þau bara að halda þessu gangandi? En það er gaman að lesa viðtöl við Guðna [Eiríksson, þjálfara]. Þau eru alveg búin að stúdera þetta og ætluðu að pressa allt þetta mót, og eru í formi til þess,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um FH „Algjörlega. Þær eru í toppstandi og það er gaman að horfa á pressuna hjá þeim. Þær eru allar samtaka, vita alveg sín hlutverk og í hvaða hlaup þær eiga að fara,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Helena benti á að það hlyti að vera gaman í FH-liðinu í dag og Mist Rúnarsdóttir tók undir það: „Þetta er ungt og leikur sér, yngsta liðið í deildinni, þannig að það hlýtur að vera mjög gaman. Svo eins og við höfum komið inn á áður þá er þetta ekki ellefu manna lið. Það er verið að keyra á öllum leikmannahópnum, menn eru óhræddir við að rótera, og á meðan það gengur vel þá eykur það náttúrulega á góðan liðsanda, stuð og stemningu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með FH-ingum og ég held að þeir hafi náð öllum með sér í lið.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
FH vann ÍBV á miðvikudag og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er með 16 stig í 3. sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir meisturum Vals nú þegar hefðbundin deildakeppni er hálfnuð (eftir 18 umferðir spila efstu sex liðin hvert við annað einu sinni enn, og neðstu fjögur hvert við annað). FH vann sig upp úr Lengjudeildinni með því að vinna hana í fyrra, og góða gengið hefur haldið áfram í efstu deild. „Við skulum kíkja á pressu FH því hún heldur bara áfram. Ég man að ég hugsaði þegar mótið byrjaði: Ætla þau bara að halda þessu gangandi? En það er gaman að lesa viðtöl við Guðna [Eiríksson, þjálfara]. Þau eru alveg búin að stúdera þetta og ætluðu að pressa allt þetta mót, og eru í formi til þess,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um FH „Algjörlega. Þær eru í toppstandi og það er gaman að horfa á pressuna hjá þeim. Þær eru allar samtaka, vita alveg sín hlutverk og í hvaða hlaup þær eiga að fara,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Helena benti á að það hlyti að vera gaman í FH-liðinu í dag og Mist Rúnarsdóttir tók undir það: „Þetta er ungt og leikur sér, yngsta liðið í deildinni, þannig að það hlýtur að vera mjög gaman. Svo eins og við höfum komið inn á áður þá er þetta ekki ellefu manna lið. Það er verið að keyra á öllum leikmannahópnum, menn eru óhræddir við að rótera, og á meðan það gengur vel þá eykur það náttúrulega á góðan liðsanda, stuð og stemningu. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með FH-ingum og ég held að þeir hafi náð öllum með sér í lið.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira