Með þessum sigri þá endaði New York liðið fjögurra leikja bið eftir sigri í deildinni en liðið hafði gert tvö jafntefli og tapað tvisvar í siðustu fjórum leikjum fyrir leikinn í nótt.
Mörk skoruðu þær Lynn Williams og Allie Long. Gotham er í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig í þrettán leikjum.
Lynn Williams kom Gotham í 1-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks með sínu sjöunda marki á tímabilinu. Chicago liðið jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks en sigurmarkið skoraði fyrirliðinn Allie Long með skoti beint úr aukaspyrnu á 69. mínútu.
Íslenska landsliðskonan hefur verið út í kuldanum undanfarnar vikur og slakt gengi liðsins breytti því ekki.
Svava Rós hefur aðeins komið einu við sögu í síðustu sjö leikjum og það var þegar hún kom inn á í eina mínútu 21. maí síðastliðinn. Hún var síðast í byrjunarliðinu í byrjun maí.