Modric tekur í það minnsta eitt ár í viðbót með Madrídingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 13:01 Luka Modric verður áfram í herbúðum Real Madrid. Florencia Tan Jun/Getty Images Króatíski knattspyrnumaðurinn Luka Modric hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við spænska stórveldið Real Madrid. Modric, sem verður 38 ára síðar á árinu, hefur verið lykilmaður fyrir Madrídinga frá því hann gekk til liðs við félagið frá Tottenham árið 2012. Með liðinu hefur króatíski miðjumaðurinn unni 23 titla, þar af hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum, spænsku deildina þrisvar og spænska konungsbikarinn tvisvar. Þá var hann valinn besti leikmaður heims árið 2018. Madrídingar greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum og þar kemur fram að Modric muni taka slaginn með liðinu í allavega eitt tímabil í viðbót. 🏆 #Modrić2024 🏆 pic.twitter.com/hLtFahKzfb— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 26, 2023 Þrátt fyrir að mikil endurnýjun hafi átt sér stað á miðsvæði Real Madrid undanfarin ár hefur gamla bandið þó ekki alveg sagt skilið við félagið. Luka Modric verður áfram hjá félaginu líkt og Toni Kroos, en þeir fá þó samkeppni frá Aurélien Tchouameni, Eduardo Camavinga og Federico Valverde, sem og nýja manninum Jude Bellingham. Talið er að Modric hafi verið einn af mörgum sem fengu gylliboð frá félagi í Sádi-Arabíu. Nú er hins vegar ljóst að ef slíkt boð var lagt fram þá hefur sá króatíski hafnað því og verður áfram í herbúðum Real Madrid. Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Modric, sem verður 38 ára síðar á árinu, hefur verið lykilmaður fyrir Madrídinga frá því hann gekk til liðs við félagið frá Tottenham árið 2012. Með liðinu hefur króatíski miðjumaðurinn unni 23 titla, þar af hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum, spænsku deildina þrisvar og spænska konungsbikarinn tvisvar. Þá var hann valinn besti leikmaður heims árið 2018. Madrídingar greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum og þar kemur fram að Modric muni taka slaginn með liðinu í allavega eitt tímabil í viðbót. 🏆 #Modrić2024 🏆 pic.twitter.com/hLtFahKzfb— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 26, 2023 Þrátt fyrir að mikil endurnýjun hafi átt sér stað á miðsvæði Real Madrid undanfarin ár hefur gamla bandið þó ekki alveg sagt skilið við félagið. Luka Modric verður áfram hjá félaginu líkt og Toni Kroos, en þeir fá þó samkeppni frá Aurélien Tchouameni, Eduardo Camavinga og Federico Valverde, sem og nýja manninum Jude Bellingham. Talið er að Modric hafi verið einn af mörgum sem fengu gylliboð frá félagi í Sádi-Arabíu. Nú er hins vegar ljóst að ef slíkt boð var lagt fram þá hefur sá króatíski hafnað því og verður áfram í herbúðum Real Madrid.
Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira